Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 13
11
þykkt í 8 hreppum af 10, að stofna samskóla með Ár-
nesingxim, ef Skaftfellingar gengju frá, sem nú var
fullt útlit fyrir.
Þegar á sýslufund kom, voru menn þó ekki á eitt
sáttir austur þar. Samskólahugmyndin var samþykkt
þar með 10:3. — Tveir nefndarmenn voru á móti mál-
inu, nema Skaftafellssýsla væri með. Einn nefndar-
maður gerði það að ákveðnu skilyrði, að árlegur kostn-
aður Rangárvallasýslu yrði ekki meiri en kr. 750,00,
ella myndi hann ekki fylgja málinu. Var það sýslu-
nefndarmaður Landmannahrepps, Eyjólfur Guðmunds-
son í Hvammi, sem þetta skilyrði setti. — Ég tek
þetta atriði fram til þess að sýna það, að snemma kom
fram sú varfarni í fjárframlögum til héraðsskólans,
sem síðar hefir alloft verið ríkjandi í þessu máli í
Rangárvallasýslu allt til þessa dags.
I sept. 1912 er haldinn aukafundur um málið í
sýslunefnd Árnessýslu eftir ósk sr. Gísla Skúlasonai*.
Hafði þá sýslumaður Rangæinga, Björgvin Vigfússon,
sr. Gísli Skúlason, og Grímur bóndi í Kirkjubæ, sem
kom í héraðsskólanefndina í stað fulltrúa frá Skaft-
fellingum, sem nú voru hættir við allt saman, leitað
eftir skólastað fyrir hinn væntanlega samskóla. Mæltu
þeir með þessum stöðum í Árnessýslu: Skálholti, Ólafs-
völlum á Skeiðum og Gaulverjabæ. Telur nefndin, að
sjálfsagt sé, að skólinn sjálfur eigi jörðina.
Er nú kosinn oddamaður í nefndina í stað fulltr. úr
Skaftafellssýslu og var nefndinni síðan falið að velja
skólastað og ráða skólastjóra.
í aprílmánuði 1913 er héraðsskólamálið enn tekið
fyrir á sýslufundi Rangæinga. Lagði formaður skóla-
nefndarinnar fram skýrslu um störf hennar. Þar er lýs-
ing á þeim þrem jörðum, sem bent hafði verið á í Ár-
nessýslu. Einnig skýrir nefndin frá því, að hún hafi
leitað til sr. Kjartans í Hruna og boðið honum skóla-
stjórastöðuna. Einnig hafði nefndin farið þess á leit