Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 72
70
því, að hann vildi lofa hinum uppleysandi öflum í
héraðinu sjálfu að eigast við, láta vini skólamálsins
lenda í sem hörðustum deilum við andstæðingana.
Fyrir hyg'ginn stjórnmálamann eins og Jón Magmússon
gat það verið leikur á borði, um stund að minnsta kosti.
Guðjón Samúelsson húsameistari hafði gert teikn-
ingu að skólahúsinu, í sveitabæjastíl, með 4 háum
burstum, en engum útbyggingum, hvorki gangi þeim,
sem nú er norðan megin, né íbúð skólastjóra eða kenn-
ara til hliðar við aðalbygginguna. í þeirri teikningu
voru aðeins venjulegar skólastofur, og nokkuð af neðstu
hæð skipt í herbergi með steypuskilrúmum, þar sem
var íbúð skólastjóra. En hinar ytri línur í þessari teikn-
ingu voru hinar sömu og nú sjást í skólahúsinu. Ég sá
aldrei þessa teikningu og hún er horfin með öllu úr
skjölum málsins í stjórnarráðinu. Er helzt að sjá sem
henni hafi verið komið út úr þjóðleið, af óvildarmönn-
um málsins.
Eiríkur Einarsson fékk því nú til vegar komið, að
sýslunefnd Árnesinga og sýslunefnd Rangæinga kusu
,fjóra menn, tvo úr hvorri sýslu, til að gera tillögur um
skólastað fyrir báðar sýslunnar. Kennslumálaráðuneyt-
ið skyldi tilnefna oddamann.
Jón Magnússon andaðist sviplega sama vorið og hann
stöðvaði skólamál Sunnlendinga svo hastarlega, en við
starfi hans tók Magnús Guðmundsson. Hann mun ekki
hafa litið á framkvæmdir í skólamálinu sem nauðsyn-
legar og útnefndi engan oddamann. Skólamálið svaf
værum svefni, eftir að áhlaup áhugamanna í Árnes-
sýslu var stöðvað vorið 1926.
Seint. á sumri 1927 urðu stjórnarskipti. Ráðuneyti
Ti-yggva Þórhallssonar tók við. Ég tók við störfum af
Magnúsi Guðmundssyni í kennslumálaráðuneytinu.
Skömmu síðar fékk ég Guðmund Davíðsson, nú umsjón-
armann á Þingvöllum, til að vera oddamann í nefndinni.
Héldu nefndarmenn fundi þá um haustið og skoðuðu