Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 61
59
En ekki mjjn æskan á Suðurlandi líta þeim augum á
málið.
Og mikill heiður er það fyrir alla. Og mikill heiður
er það fyrir alla Árnesinga, hvað þeir sameinuðust
fljótt um skólann hér, eftir að farið var að reisa hann.
Sýndi sá góðvilji sig strax á sýslufundi 1929, þegar
samþykkt var í nær einu hljóði, að gefa honum 20 þús.
króna í sumargjöf, til þess að hann gæti haldið áfram
að stækka í þá mynd, sem honum var ætlað í upphafi
— og hann er nú í og síðar á sýslufundi 1932, að geng-
ið var í ábyrgð fyrir hann.
Þessi góðvilji ber vott um þroskun fjöldans og í
rauninni um það, sem allir vissu, að allir vildum við
Árnesingar skólann upp einhversstaðar, þótt deilt væri
um staðinn og í hitanum færi hver sína leið, eins og
gjörist. En sama hefir óefað verið takmarkið um öll
þessi 50 ár, að reisa veglegan skóla fyrir allt Suður-
land.
Og sá skóli er reistur, sem rúmar þá unglinga allra
sýslnanna þriggja, sem slíka skóla mundu sækja og
ætti að vera, að margra áliti, hinn þráði sameiginlegi
skóli, sem svo oft og mörgum sinnum var búið að reyna
að reisa í sameiningu.
Laugarvatnsskólinn er sem barn í reifum, sem þrátt
fyrir þá hylli, sem hann hefir náð, þarf á öllum góð-
um hugum að halda til þess að geta leyst það mikla
verk af hendi, sem honum er ætlað að móta til hins
betra fyrir æskulýð Suðurlands og aðra, sem þar verða.
Fái hann alla góða hugi með sér, þá mun honum vel
farnast og hann verða langlífur í landinu.
Að lyktum þakka ég sýslumönnum Árnes- og Rang-
árvallasýslna fyrir afrit af nær öllum ályktunum, sem
gjörðar voru á þeim fundum sýslufélaganna, sem um
málið fjölluðu, sem þeir góðfúslega létu mér í té við
samning gi'einar þessarar.