Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 24
22
(hússtæðisins). Á þessuin stað er ekki unnt að nota hverina
til upphitunar á annan hátt en fyr er sagt.
Auðvelt er að fá afrennsli frá húsinu niður í mýrina eða
austur i Litlu-Laxá um rennur rétt hjá.
Með því að gera um 3 m stýflu í Aslæk, sem rennur í 1,2
km. fjarlægð frá hússtæðinu, má fá um 8,5 m fallhæð á
vatnið i honum. Vatnsmegnið í læknum er mjög lítið en
þrýtur aldrei, eftir því, sem Kjartan próf. Helgason sagði
mér. Ég tel liklegt að nota mætti þennan læk til að raflýsa
liúsið, ef hann yrði virkjaður.
Skálholt. í um 2,3 km. fjarlægð frá Skálholti er ]>or-
lákshver, og er hann eini hverinn i Skálholtslandi. Hver
þessi er stór og hitinn i honum 92 st. út við kantana, en ekki
gat ég mælt hann í miðjunni og mun hann eitt.hvað Jieitari
þar. Hverinn er rétt niður við Brúará, og er mjög blaut mýri
á alla vegu við hann nema þeim megin er áin rennur, og er
því eigi unnt að reisa skólahúsið nær hvernutn en í 5—600
m fjarlægð, en það er á holti ofan við mýrina. Ég tel óhugs-
andi að leiðá gufuna úr hvernum svo langt, og á annan hátt
er ekki unnt að nota hverinn til upphitunar. — Ekkert
drykkjarvatn gat ég fundið í nánd við liúsið og tel líklegt,
að það fáist ekki nema afarlangt burtu. Einnig er mjög erf-
itt að fá möl og sand. Af ofangreindum ástæðum tel ég ekki
unnt að reisa skólahúsið í Skálholti.
Reykholt. Ilússtæðið er aðeins hugsanlegt á mosarima
vestan við Reykholt. Útsýni er mjög lítið, og blaut mýri á
alla vegu nema þeim megin, sem Reykholt. er. Nokkuð af
möl má fá uppi á Revkholti, en aðallega yrði að sækja hana
í liolt sem liggur um 500 m frá liússtæðinu, og yrði hún að
flytjast um vetrartíma á ísum, því hlaut mýri er á milli.
Nokkuð af sandi mætti íá i fyrnefndu holti, en aðallcga yrði
að sækja hann austan frá Hvítá, og er sú vegalengd um
2 km.
Á þessum stað er aðeins einn hver — Reykholtshver —
sem er gosliver. Gosið varir um 10 m og mældist mér að á
öllum þeim tíma fyllti vatnið, sem rann frá honum með mikl-
um hraða, skurð sem var 0.27X0.18 m að þvermáli, en milli
gosanna rann ekkert vatn úr honum í 11 mín. Ef nota ætti
þennan hver til uppliitunar, yrði að safna vatninu meðan á
gosunum stæði í stóra þró fast við hverinn. Úr þessari þró,
sem yrði yfirbyggð, gæti svo heita vatnið runnið sjálfkrafa
eftir rörum inn í hitaofna í húsinu, því hverinn liggur um
12 m hærra en hússta.'ðið. Vatnsþróin þyrfti að vera svo stór,