Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 136
134
var 7X9 st. í nóvember var keyptur sýningarskáli
listamanna í Reykjavík, í því augnamiði að flytja hann
hingað austur og reisa hann hér sem fimleikahús. En
áður en kaupin voru afráðin, var leitað álits nemenda
og áhuga þeirra fyrir þessu máli, og hvort þeir vildu
sjálfir fúslega leggja hönd á verkið, til þess að því
þegar yrði hrundið í framkvæmd, og draga á þann hátt
úr fjárútgjöldum skólans við bygginguna, og skapa sér
jafnframt aðstöðu til þess að njóta sem fyrst fimleika-
kennslu við fullkomnustu skilyrði. Þessari málaleitun
var tekið með algjörlega óskiptum vilja, af hálfu nem-
enda, og buðu þeir þegar fram vinnu sína til þessarar
mikilsverðu framkvæmdar og ýttu undir að ráðizt yrði
í hana. Að fullgjörðum kaupum hússins, fór síðan hóp-
ur nemenda til Reykjavíkur, og rifu þeir það undir
stjórn Samúels Jónssonar byggingameistara. Að svo
búnu var byrjað að byggja húsið hér og stjórnaði
verkinu Sveinbjörn Kristjánsson byggingameistari úr
Reykjavík.
Er skemmst frá að segja, að um miðjan febrúar
var fullgjört hér fimleikahús 20X10 st. að gólffleti,
auk tveggja fataherbergja, salerna, baðklefa og and-
dyris.
Stúlkur unnu til jafns við pilta að öllu, sem þær
gátu. Þannig unnu nemendur tvennt í senn, léttu all-
miklum útgjaldalið af skólanum með ókeypis vinnu
sinni, hitt er þó e. t. v. gullinu betra, stórhugi sá og
myndarskapur, er á bak við starf þeirra stóð. Mun
framtak þetta, sem er alveg einstætt í sinm röð, lengi
vera í minnum haft og um leið vera fyrirboði framhald-
andi starfs í sama anda, bæði hér og í öðrum skólum
landsins. Hver nemandi vann 6—8 daga samtals. —
Það sem eftir var vetrar, er húsið var til notkunar,
hafði hver nemandi leikfimi eina klukkustund daglega,
og urðu framfarir þeirra mjög miklar. Mun gleði yfir