Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 56
54
Það varð og' mikill styrkur fyrir þetta mál, þegar
Framsóknarstjórnin tók við völdum 1927 með hinn öfl-
ugasta styrktarmann Laugarvatnsskólans, Jónas Jóns-
son dómsmálaráðherra, í broddi fylkingar.
Urðu þó allar framkvæmdir að bíða úrskurðar hinn-
ar kjörnu nefndar og oddamanns, er stjómin skipaði.
Ef nefndin yrði öll sammála um staðinn, eða ef sýsl-
urnar yrðu sammála um að reisa skólann á þeim stað,
sem meiri hlutinn ákvað, gátum við vitanlega ekkert
gjört, enda hefði þess þá ekki heldur þurft með.
Eins ef Rangárvallasýsla tæki málið í sínar hendur
og færi að byggja í Árbæ, þá gat hún krafizt styrks
úr ríkissjóði.
En ekkert af þessu virtist verða uppi á teningunum.
Og því var það, að eftir sýslufund Árnesinga vorið
1928, þegar við sáum, hvernig málinu var algjörlega
siglt í strand, þar sem augljóst var, að bæði áhuga og
einlægni skorti til þess að skjótar framkvæmdir yrðu
gjörðar, á þeim grundvelli, er þar var lagður, að við
Kolbeinn Guðmundsson fórum til Reykjavíkur. Verður
þó ekki öllum með réttu brugðið um áhugaleysi á
skólastofnuninni, t. d. sýslumanni Rangæinga. Fórum
við til að leita ríkisstyrksins í hinn væntanlega skóla
á Laugarvatni, sem og þáverandi menntamálaráðherra
lofaði að greiða og ennfremur að húsameistari ríkis-
ins teiknaði skólann. Var nú allur undirbúningur haf-
inn á verkinu.
Auk okkar Kolbeins, sem áður höfðum verið kosnir
í byggingarnefnd, var Stefán Diðriksson kaupfélags-
stjóri nú skipaður af menntamálaráðherra í hana.
Hvíldi einna mest á honum efnisútvegun o. m. fl.
Verkið var hafið 12. júní 1928 og úti öll barátta um
skólastaðinn og málið.