Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 109
107
hafa svo fáir nemendur komið í skóla þá, sem ég hefi
starfað við, að ekki er hægt nokkurn dóm að fella um
íbúa þeirra, ekki einusinni sleggjudóm.
Svo er t. d. um Skaftafellssýslurnar. En ekki sér á
þeim, er ég hefi kynnzt þaðan, nokkurn einangrunar-
blæ, þó að byggðarlögin þar séu aðskilin af breiðum
söndum, jöklum og illfærum ám.
Strandamönnum hefi ég og fáum kynnzt. Dalamenn
hafa þó nokkrir verið í skólum þeim, sem ég hefi
kennt við og hefi ég ekki tekið eftir neinum heildarsvip
á þeim. Þeir hafa verið sundurleitir menn, en málfarið
er sunnienzkt.
Allmargir nemendur af Vestf'jörðum hafa verið hér.
Hefir það álit skapast hjá mér, að á því landshomi
sé gott mannkyn. Þó hefir það jafnframt komizt inn,
að þar búi fremur smávaxnir, dökkhærðir, snarlegir
menn. Orðaval þeirra gæti verið fínna, einkum, þegar
þeir skipta skapi, en það kemur fyrir. En djarfir eru
þeir og raungóðir. Vestfirðingar eru allir sjómenn og
þeir hafa margir þessi einkenni — orðbragðið og hreyf-
ingarnar.
Vestfirðir eru hrjóstugir og sæbrattir, en hafið er
auðugt. Allt bendir þeim á, „að þeir megi, að þeir eigi
að eiga hafið“.
Húnvetningar hafa fáir verið hér. En þeir voru
nokkrir á Hvítárbakka. Síðan ímynda ég mér, að þeir
menn láti ekki hlut sinn hljóðalaust og án handalög-
máls, ef þeim virðist á hann gengið. Framburður þeirra
flestra er sunnlenzkur.
Hér og á Hvítárbakka hafa verið þó nokkrir Skag-
firðingar. Nokkrir þeirra, er hér hafa verið, eru
Fljótamenn og hafa verið meðmæli með sveit sinni. En
meiri alvörublær er yfir þeim en innhéraðsbúum. Líkt
er víðar á Norðurlandi, útnesin búa við meira dimm-
viðri og snjó en aðalhéraðið inn af fjarðarbotnunum,
lífsbaráttan er erfiðari þar, af því kemur mismunur-