Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 172
170
endur eru þau ágæt andleg íþrótt, enda mikið notuð
hér og eru vel séð. Þeim töfum og raunum, sem þeir
baka heildinni, sem illa eru skrifandi, verður ekki lýst
hér. Kennarar og nemendur, sem reynt hafa, þekkja
það bezt sjálfir.
Þess var getið í blaði einu fyrir nokkru, að samvinna
milli skólanna væri ekki sem ákjósanlegust. Þetta hygg
ég rétt vera. Óskandi væri, að barnaskólunum tækist
að byggja farsæla undirstöðu, og að þeir skólar, sem
síðan taka við af þeim, gætu verið sem líkastir og fu!l-
komnastir að skilyrðum, til þess að rækja þau kennslu-
störf, sem hugsjón og skyldur benda til.
Með héraðsskólalögunum er lagður grundvöllur að
merkilegu menningarmáli. Bera lög þessi greinilegan
vott um skilning löggjafanna á því, að ísl. alþýða þurfi
að fræðast og að þess er ekki kostur nema í ódýrum
skólum. Tilgangurinn er að búa nemendur undir ís-
lenzkt athafnalíf með bóknámi, vinnukennslu og íþrótt-
um. Reynt er, í þessum skóla, að rækja þessar skyldur.
I skýrslunum hefi ég gert mér far um að sýna þann
anda, sem ríkir viðvíkjandi bóknáminu. Þar hefi cg
skýrt hugmynd okkar, sem hér störfum, á námi cr-
lendra tungumála. Ég hefi gert allítarlega grein
fyrir handavinnu — og íþróttakennslu, ásamt árangri
námsins, að svo miklu leyti, sem hann hefir sýnt sig.
Ég geri ráð fyrir, að almenningi falli vel skólatími og
starfsáætlun héraðsskólanna. Vinnu-, íþrótta- og söng-
kennsla er meiri, en tíðkazt hefir í skólum hingað til.
Þetta, ásamt góðum aðbúnaði, er ein ástæðan fyrir
þeim miklu vinsældum, sem þessir skólar hafa notið.
Fari saman happasælt uppeldi í heimahúsum, vel gerð-
ir skólar, bæði að starfsháttum og útbúnaði, ásamt
námfýsi hins yngra fólks, ættu þeir skólar, sem þegar
eru til í landinu, að njóta sín fyllilega. Hitt er jafnvíst,
að fái hið innra líf hvers eins, ekki þær réttu móttökur
og meðferð í skólunum, tæmast þeir, hversu auðvelt