Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 35
33
„Sýslunefndin samþykkir að byrjað sé á byggingu
héraðsskólans næsta sumar. En með því að nýjar til-
lögur höfðu borist nefndinni um skólastað, ákveður
nefndin að fresta ákvörðun um hann þar til á auka-
fundi, sem haldinn skal síðla vetrar, og taka þá fulln-
aðarákvörðun um málið“.
Þótt ekki sé beint hægt að sjá, hvaða staðir nú bætt-
ust við, en sennilega þessir, sem áður er getið: Reykir,
Ólafsvellir, Galtalækur, Reykir á Skeiðum o. fl.
Á aukafundi sýslunnar, 6. apríl, var málið enn tekið
fyrir. Er há svo komið, að ekki eru greidd atkvæði um
nema þrjá staðina. Voru þeir bornir upp í þessari röð:
1. Ólafsvellir á Skeiðum. Fellt með 8: 6 atkv.
2. Þá var till. um Hveraheiði borin upp og viðhaft
nafnakall:
Já sögðu: Ágúst Helgason, Guðmundur Lýðsson,
Dagur Brynjólfsson, Júníus Pálsson og Jóhann V. Daní-
elsson.
Nei sögðu: Kolbeinn Guðmundsson, Böðvar Magnús-
son, Magnús Jónsson, Eiríkur Þ. Stefánsson, Páll
Stefánsson, Árni Pálsson, Gísli Jónsson, Guðmundur
Þorvarðsson, Einar Halldórsson, Magnús Torfason.
3. Þá 'greidd atkvæði um að reisa skóla á Laugar-
vatni og viðhaft nafnakall:
Já sögðu: Kolbeinn Guðmundsson, Böðvar Mognús-
son, Magnús Jónsson, Eiríkur Þ. Stefánsson, Ágúst
Helgason, Páll Stefánsson, Guðmundur Lýðsson, Árni
Pálsson, Gísli Jónsson, Dagur Brynjólfsson, Júníus
Pálsson, Einar Halldórsson, Magnús Torfason.
Nei sögðu: Guðmundur Þorvarðsson, Jóhann V.
Daníelsson. — Nefndarmenn Ölves- og Selvogshrepps
voru ekki mættir á fundinum.
Þetta hafði málinu þokast lengst áfram og var nú
þegar kosin byggingarnefnd. Þessir hlutu kosningu:
Gísli Jónsson, Böðvar Magnússon og Kolbeinn Guð-
mundsson.
3