Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 46
44
ráðuneytið yður hérmeð, að áætlun og- teikning geta
ekki orðið samþykktar, né heldur styrkur veittur úr
ríkissjóði til umgetmnar skólabyggingar, af fé því, sem
veitt er með 14. gr. B. XiV. 5. fjárlaganna, nema færð-
ar séu sönnur á, að nægilegt handbært fé sé fyrir hendi
á móti styrk úr ríkissjóði, til þess að skólanum verði
komið upp eða þá loforð banka um nægilegt lánsfé, án
þess að skólahúsið verði sett að veði.
Teikning og 7 fylgiskjöl með bréfi yðar endursend-
ast.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. maí 1926.
Undirskrift."
Þegar bréf þetta barst sýslumanni í hendur, sendi
hann þá þegar Júníus Pálsson upp í Ilreppa til viðtals
við þá Ágúst Helgason og Pál Stefánsson, sem báðir
voru í „fimm manna nefndinni“. Erindið var það, að
komast að raun um, hversu nefndinni hafði gengið að
innkalla loforðin þar í hreppunum. Einnig skrifaði
sýslumaður undirrituðum og tjáði mér, hvar málunum
nú væri komið.
Þegar svo var komið, boðuðum við Kolbeinn strax
til fundar á Minni-Borg í Grímsnesi og fengum 4 af 5
hreppsnefndarmönnum til viðtals. Var það þar sam-
þykkt, að senda menn þá strax um Grímsnesið og
safna óinnkomnum loforðum og gekk það greiðlega.
Af ferð Júníusar í Hreppana er það að segja, að
hann kom með ósk 5-manna nefndarinnar um það að
halda auka-sýslufund, þar sem málið yrði sérstaklega
rætt. Fundur þessi Var haldinn í Tryggvaskála S. júní
og þar samþykkt svofelld tillaga:
„Þar sem stjórnin hefir sett svo rík skilyrði fyrir
fjárframlagi af hálfu héraðsins, nú þegar, að ókleift
er að fullnægja þeim á stuttum fresti, og þar sem
ennfremur er nú lagt meira kapp á, hvar héraðsskólinn
skuli reistur en við var búizt, og óséð um vilja héraðs-