Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 111
109
hafa langan tíma á hverju ári á barnaskólabekk, standi
sig betur er þeir koma í skóla en sveitamenn, en hafa
notið kennslu mikið styttri tíma.
Og um suma þorpsbúa mætti halda, að þeir væru
orðnir þreyttir á sálum og sitjendum af langri skóla-
veru á barnsaldri, er þeir komu hér.
Reykvíkingar þeir, sem hér hafa verið, eru sumir í
raun og veru sveitamenn, sem flutzt hafa til Reykja-
víkur. Tala þeirra er því raunverulega of há á skýrsl-
unni.
Um hina innfæddu Reykvíkinga virðist mér — og
yfirleitt um aðra þorpsbúa — að þeir koma að jafnaði
betur fyrir sjónir í fyrstu en flestir sveitamenn.
. Þeir eru ekki feimnir, færra kemur flatt upp á þá
en sveitamennina, sem lítið hafa farið.
Þorpabúar eru oft kænni í viðskiptum og orðasennu
en hinir og heimsvanir þegar á unga aldri.
Skyldi orðtækið „að plata sveitamanninn“ vera kom-
ið af þvi, að þeir þættu sumir hverjir trúgjarnir og
auðginntir, er þeir koma í kaupstaðina? Ekki eru
þorpsbúar djúpsærri en sveitamenn, er á reynir eða
þaulsætnari við andleg störf. Athygli þeirra hefir alla
tíð beinzt út á mannstraum og iðandi líf.
Enginn semur djúpsætt og gjörhugað ritverk á
strætum og gatnamótum eða á kaffihúsi, eða í kvik-
myndasal eða á hljómleikum.
Síhringjandi sími og gjallandi útvarp styðja lítið að
slíku.
Annars hafa ýmsir góðir starfsmenn í skólalífi og
félagsskap komið úr Reykjavík.
Spá þá hefi ég heyrt sjálfur, að skóli þessi mundi
fyllast af 14—16 ára unglingum úr Reykjavík, sem for-
eldrar sendu hingað, er þeir væru lausir úr barnaskóla,
af því að þeir væru í vandræðum með þá, sökum þess
að geðfellt verkefni skorti fyrir þá heima að vetrin-
um, en glaumur, gata og glapstigir í nánd.