Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 81
79
sal, sem vel gæti verið kennsluherbergi í náttúrufræði,
eða vinnustofa. Þá kæmi sundhöllin og skyldi vera 83
metra löng, með liáum gluggum og flötu þald. Þar
næst kæmi leikfimishúsið, í sama stíl og sundhöllin,
en stefndi miklu meir til vesturs. Þar sem sundhöll og
leikfimishús mætast, liggur nú vegur niður að vatni
og á þar að vera port í gegn.
Á hæðinni sunnanvert við hlaðið, þar sem nú er
fánastöngin, var kirkjunni ætlaður staður. Á milli
kirkju og íþróttahúss liggur svö hlaðið, og hinir ný-
gerðu fögru grasvellir. Gegnt þessu er svo vegurinn og
skógarhlíðin. Skólahúsið og sundhöllin verða, þegar
þetta er byggt, tengd saman með gangi þeim, sem nú
hefir verið gerður. Á steypuloftinu yfir núverandi
sundlaug yrði hentugt að taka sólböð, því að skjól-
veggir væru móti þrem áttum, en steinrið, líkt og á
gangsvölunum, á suðurbrún. Fyrir sumargesti yrði
þetta prýðilegur staður í sambandi við böð og sund.
Samkvæmt þessu eiga meginbyggingar skólans að
vera úr steini, stórar og vandaðar, og horfa beint fram
að hinu mikla héraði, sem skólinn á að starfa fyrir.
En litlu, ódýru húsin þurfa líka að vera til. Þá var
afráðið að reisa slík hús í röð, neðan við þjóðveginn
inn í dalinn. Þaðan er hin fegursta útsýn niður yfir
vatnið og sveitina. Trjágarður á að vera kringum
hvert hús. Á þessum stað eru nú bústaður nemenda og
kennara. Með tíð og tíma eignast skólinn þar hús yfir
mestallt starfslið sitt. Sunnan og vestanvert við Björk
er sennilegt að byggð verði 2—3 hús. Gæti þar m. a.
komið húsmæðraskóii Sunnlendinga.
Þriðja byggðin er niður við vatnið. Þar vill Guðjón
Samúelsson að gerður sé skemmtigönguvegur neðan
við grundirnar, framhjá bátaskúr og leikfimishúsi og
austur að Straumnesi. Þar yrði baðfjaran og hentug
tjöld fyrir gesti, vegna fataskifta. 1 þessari línu eru