Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 90
88
vatni veröi eitt hið mesta framfaraspor, þegar hún
kemst á, sem væntanlega verður áður en mörg ár líða.
Þá dvelja þar nemendur vetrarlangt og stunda alifugla-
rækt, eða hirðingu og meðferð annara húsdýrategunda.
Vandinn er sá að fara eins og hjúkrunarkonan með
sjúklinginn. Til þess þarf fyrst af öllu menningu og
ræktað hugarfar. Grimmdin og miskunnarleysið við
húsdýrin stafar fyrst og fremst af vanmenntun og
þroskaleysi.
Fram að þessu hefir byggingar- og skólanefnd Laug-
arvatns snúið sér eingöngu að því að koma upp húsa-
kynnum vegna skólans. Enginn búrekstur er byrjaður
enn, og er þess varla að vænta. En skilyrðin eru góð
fyrir búrekstur. Skólinn l>arf lengi vel mestallan garð-
mat, sem þar verður framleiddur. En hann þarf líka
geysimikið af mjólkurafurðum, eggjum, svína- og
kindakjöti Og eklci vantar landkostina. Túnstæði er
ó])rjótandi. Landrými í átt til Þingvalla ca. 12 lcm.
Landareignin öll afgirt, og talin nægileg, þó að þar
væru 1000 sauðfjár, og kýr eftir því sem stofnunin
þarf með.
Þegar búið er að koma upp kennslubúi á Laugar-
vatni, þætti mér sennilegt, að þar yrðu á hverjum vetri
15—20 piltar, sem legðu síðari skólavetur sinn aðal-
lega stund á að nema búfjárhirðingu allskonar, með því
að vinna sjálfir verkin, undir eftirliti manna, sem
kynnu vel.
Síðasti þáttur verklegs náms á Laugarvatni, sem nú
er byrjað, en þarf að eflast, er húsmæðrafræðslan. Nú
eru þar 6 vikna námskeið í hússtjórn á hverju vori,
fyrir ungar stúlkur. Eru þær venjulega 30—36. Er
rnikil aðsókn að þessum námskeiðum af öllu Suðurlandi,
úr Reykjavík og jafnvel úr fjarlægum landshlutum.
Auk hússtjórnamámsins fá stúlkurnar kennslu i sundi,
leikfimi og söng.
En Sunnlendingar þm-fa að fá hússtjórnardeild á