Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 65
63
fékk þaðan engar fyrirmyndir. Loks kom ég til Eng-
lands og hafði nokkra aðstöðu til að kynnast skólalífi
þeirrar þjóðar. Er þar skemmst af að segja, að í hin-
um gömlu heimavistarskólum Englendinga og í háskól-
um þeirra, þar sem nemendur eru í heimavist, og hafa
mikil dagleg kynni við kennara sína, þóttist ég finna
margar þær fyrirmyndir, sem að gagni mættu koma,
ef lagaðar væru eftir íslenzkum þörfum og skilyrðum.
Hin prýðilegu húsakynni skólanna, heimavistir, sam-
eiginlegir borðsalir. lestrarsalir, fundaherbergi, leik-
vellir, róðrarstöðvar o. s. frv. hrifu huga minn. Hér
voru fjölmargar ríkar sjálfseignarstofnanir, sem öld
eftir öld höfðu tekið við æsku Englands, þeirri, sem
átti völ beztra kosta. I skólanum voru málverk af
frægum nemendum, er þar höfðu stundað nám. Sum-
staðar voru nöfn þeirra gi’afin í eikarþiljur mikilla
sala. Margir slíkir nemendur höfðu gefið skólum þess-
um margháttaðar gjafir, stundum stórfé, til minning-
arsjóða og í dánargjöfum. í einum af þessum gömiu
skólum gefur hver nemandi skólanum vandaðan eikar-
stól, er hann fer þaðan burtu, og nafnið skorið á stól-
bakið. Á þúsund vegu hlynna gamlir nemendur að skól-
um þessum. Kynslóð eftir kynslóð notar þá, lærir að
elska þá og hlúa að þeim.
Þessir skólar hafa að vísu verið svo að segja ein-
göngu fyrir börn efnamanna í landinu. Þar mótaðist
hin sterka yfirstétt Englands, sú sem hefir myndað
heimsveldi þeirra. I menntaskólanum í Eton, sem er
rétt hjá konungshöll Englendinga, Windsor, og mitt á
milli Lundúnaborgar og Oxford, eru sum skólaborðin
úr siglutrjám spánverskra herskipa, er féllu í hlut Eng-
lendinga, er Elísabet drotning byrjaði að byggja upp
heimsveldi Englendinga á 16. öld. Þannig eru í þess-
um ensku skólum ofin saman fortíð og nútíð, sagan og
framtíðarlífið.
Ég kom heim til íslands vorið 1909, og fékk þá starf