Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 88
86
an mann að geta bundið sjálfur bækur sínar. Hin síðari
ár hefir frú Guðrún Eyþórsdóttir kennt flestum ungu
stúlkunum fatasaum, en Þórarinn Stefánsson frá Mýr-
um piltum trésmíðar. Er verkstæði hans mjög hentugt
og' rúmgott. Þá var byrjað að undirbúa búnaðarnám,
vorið 1932. Þá gerði skólanefnd samning við stjórn
Búnaðarfélagsins um, að Ragnar Ásgeirsson garðyrkju-
maður skyldi flytja austur, og reka þar gróðrarstöð.
Síðasta verk mitt í landsstjórninni viðvíkjandi skólan-
um var að útvega helminginn af fé því, að láni handa
skólanum, sem þurfti til að byggja hús handa R. Á.
Gróðrarstöðin var girt síðastliðið sumar. Hefir
þar verið reist eitt gróðurhús. Fyrsta vornámskeið var
haldið í fyrra, en nú eru betri skilyrði og verða teknir
12 nemendur. Garðyrkjan hlýtur að verða mjög um-
fangsmikil og fjölbreytt é Laugárvatni, og nemendur
að verða þar fyrir vekjandi áhrifum, ef þeir dvelja þar
um lengri og skemmri tíma. Ætti gróðrarstöðin og garð-
yrkjukennslan að hafa geysimikil áhrif á Suðurlandi,
og það því fremur sem gestasælt er í mesta lagi á
sumrin á Laugarvatni, svo að rnargir sjá þar það, sem
vel er gert.
Það er eitt af góðum skilyrðum Laugarvatns, að
skógurinn teygir sig heim að bænum. Sýnir það lífs-
mátt bjarkarinnar, að sauðbeitin hefir á þúsund árum
ekki megnað að eyðileggja skóginn, þótt mikið af hon-
um sé lágvaxið. Meðan verið var að byggja skólann, lét
Koefod Hansen skógræktarstjóri gera á Laugarvatni
tvær myndarlegar girðingar um skóginn. Önnur er ofan
við túnið, hin svokallaða gróðrarstöð. Þar hefir Guð-
mundur Ólafsson plöntuuppeldi og á þannig smátt og
smátt að endurnýja skóginn. Framan af vetri grysjar
G. Ó. skóginn með nemendunum í útivinnutíma. Hefir
hann látið gera göng inn í miðja Gróðrarstöðina og
eru þau áframhald af veginum frá skólanum upp þjóð-
leiðina. Við þessi skógargöng hefir G. Ó. plantað tvö-