Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 44
42
gengu. En sögurnar breiddust út með ótrúlegum hraða.
Svo fór, að öll þessi læti gátu stöðvað framkvæmd-
irnar. Forsætisráðherra vildi nú ekki senda húsameist-
ara austur og hélt uppdrættinum af húsinu hjá sér
hálfgerðum, svo að húsameistari gat ekki einu sinni
lokið við hann. Hafði ráðherra þó ekkert út á uppdrátt-
inn að setja.
Þegar við Kolbeinn fréttum þessar aðfarir, brugðum
við við og fórum til Reykjavíkur á fund ráðherrans.
Töluðum við lengi við hann og ítarlega um málið.
Kvaðst hann að lokum ekki banna húsameistara að
fara austur og mæla fyrir húsinu, en taldi nú mikil tor-
merki á því að samþykkja teikninguna, þar sem hann
hinsvegar ekki myndi samþykkja, að Landsbankanum.
væri lofað veði í húsinu. Einnig hafði hann frétt af
fundi, sem halda ætti austur við Þjórsá 2 dögum síðar.
Þar skyldi ræða skólamálið og bjóst ráðherra við ein-
hverjum merkistíðindum þaðan.
Til þessa fundar höfðu þeir boðað, Eggert Bene-
diktsson, Laugardælum og Eiríkur útibússtjóri Einars-
son, Selfossi.
Þá ákváðu nefndirnar báðar, „fimm manna nefndin“
og byggingarnefndin, að koma þar saman og ræða
málið. Komu þeir allir á fundinn, nema Júníus Páls-
son. Fundurinn var fjölsóttur, líklega um 300 manns,
úr sýslunum þremur sunnaniands og svo úr Reykjavík.
Fjölmennastir voru þó Árnesingar úr neðanverðri sýsl-
unni. Ræðumenn voru um 20 og stóð fundurinn alla
nóttina. Flestir ræðumenn mæltu með Laugarvatni, en
nokkrir óvissir um, hvaða stað þeir helzt kysu. Sr.
Kjartan Helgason mælti þar með Hveraheiði. Með
Laugarvatni voru þessir: Magnús sýslumaður Torfason
og allmargir Árnesingar aðrir, Jónas Jónsson, Tryggvi
Þórhallsson úr Reykjavík. Úr Rangárvallasýslu Einar
Jónsson, alþingismaður, Guðbrandur Magnússon, kaup-
félagsstjóri og Sigurður Vigfússon á Brúnum. Fulltrúi