Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 36
34
Einnig var samþykkt í einu hljóði að fela oddvita að
taka lán til héraðsskólabyggingar, ef þörf gerðist. Var
það og samþykkt að fimm manna nefndin, sem haft
hafði málið með höndum, héldi áfram söfnun sam-
skotafjárins og legði í sjóð, svo að það yrði handbært,
þegar á því þyrfti að halda.
Að afloknum fundi kom bygginganefnd saman í
Tryggvaskála og kaus sér formann, Böðvar Magnús-
son, Laugarvatni.
Þegar hér var komið málum, virtist loksins hnútur-
inn vera leystur um staðarvalið, sem hingað til hafði
staðið málinu mest fyrir þrifum. Það hafði nú loksins
tekizt að fá staðinn samþykktan með yfirgnæfandi
meirihluta. Var þessi staður að margra dómi þeirra
allra beztur, þótt hinir hefðu ýmsa kosti.
Samkvæmt skýrslu „fimm manna nefndarinnar" átti
að vera til handbærar svo að segja kr. 58 þús. í sam-
skotafé gegn 2/5 hlutum úr ríkissjóði. Sýslumanni
hafði verið falið að taka lán fyrir hönd sýslunnar til
byggingarinnar.
Málið virtist loksins vera komið í höfn og fram-
kvæmdirnar liggja beint fyrir.
Byggingarnefnd hófst þegar handa. Réði hún smiði
og verkamenn á Eyrarbakka daginn eftir og gerði
annan nauðsynlegan undirbúning.
Viku síðar kom öll byggingarnefndin saman í
Reykjavík. Var þá húsameistari ríkisins beðinn að
teikna skólabygginguna. Einnig hafði nefndin hitt að
máli þáv. forsætisráðherra, Jón Magnússon, og fengið
samþykki hans til, að húsameistari teiknaði húsið og
færi austur til þess að ætla því stað og mæla fyrir því.
Einnig hafði fjármálaráðherra, Jón Þorláksson, tekið
vel í að greiða fyrst kr. 20 þús. úr ríkissjóði, þegar með
þyrfti og kr. 20 þús. strax eftir nýár 1927. Var þá og
leitað fyrir sér um lán og var því vel tekið, eins og
síðar segir.