Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 92
00
að Laugarvatni. Eru á sumrin stundum 100—120 næt-
urgestir. Þangað kemur aldrað fólk, sem vill hafa ró,
rithöfundar og skáld, til að skrifa bækur, ungt fólk,
sem vill stunda fjölbreytt íþróttalíf í sveit í sumarfríi
sínu, róa, sigla, baða sig í vatninu, taka gufuböð, sól-
böð, ganga í skóginn, ganga á fjöllin, spila tennis,
synda, fara þaðan skemmtiferðir um héraðið á hestum
eða í bílum.
September er hvíldartími skólans. Þá er gestastraum-
urinn búinn. Þá býr skólinn sig undir að taka á móti
nýjum æskumannahóp.
Enn hefir ekki verið nefndur einn möguleiki um
vetrarnámskeið á Laugarvatni, að þar væri „sæluvika“
sunnlenzkra bænda seint í október eða byrjun nóvem-
ber. Þá eru ferðir og haustannir búnar. Þá fyrst geta
bændurnir máske tekið sér sumarfrí. Þessi „sæluvika“
myndi ganga til fyrirlestra og fundarhalda, um málefni
bænda og áhugamál. Þar gætu sunnlenzkir bændur
fundizt og kynnzt, sem þeir gera trauðlega annars.
Vötnin og fjarlægðirnar hafa lengi skilið bæi og
byggðir.
Af þessu yfirliti má sjá, að Laugarvatn bætir nú
þegar úr ákveðinni þörf. Þangað streymir fólk á öllum
tímum árs. Það er kýmni örlaganna, að sá bær og sú
bygging, sem mestum andróðri hefir sætt hér á landi,
skuli vera vinsælasti náms-, skemmti- og hvíldarstaður
á öllu landinu.
Á Alþingi 1929 bar ég fram frumvarp um héraðs-
skólana. Alþingi samþykkti það, og gaf þeim þar með
éinskonar stofnskrá. Þar er ákveðið nafn það, sem Ei-
ríkur Einarsson fann skóla Sunnlendinga fyrstur
manna. Skólarnir eru sjálfseignarstofnanir. Landið
leggur fram hálfan byggingarkostnað, og greiðir á-
kveðið kennslugjald fyrir hvern nemanda. Ef ólag
kemst á slíkan skóla, hætta nemendur að sækja þang-
að, og skólanefnd verður að finna meinsemdina og bæta