Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 53
51
þá í skólanefnd Árnesinga vorum að svara henni. Hún
er ekki meðal afrita þeirra, sem ég hef fengið frá sýslu-
manni Rangæinga, hr. Björvin Vigfússyni. Vona ég,
að hún sé hér orðrétt.
í máiið kaus sýslunefnd Ámesinga 5 manna nefnd,
þá Gísla Jónsson, Ágúst Helgason, Pál Stefánsson, Kol-
bein Guðmundsson og Böðvar Magnússon.
Þessari tillögu Rangæinga svaraði sýslunefnd Árnes-
inga með eftirfarandi tillögu, sem samin var af meiri
hluta nefndarinnar, Gísla Jónssyni, Ágúst Helgasyni
og Páli Stefánssyni. Hinir tveir, Kolbeinn Guðmunds-
son og Böðvar Magnússon, voru í minni hluta í nefnd-
inni og lýstu því yfir, að þeir væru á móti tillögunum
og héldu sig fast við þær ákvarðanir, sem sýslunefnd-
in hafði áður gert í málinu og taldi málið sízt betur
komið en árið 1926. Hér á eftir fer svo álit meiri hluta
nefndarinnar:
„Sýslunefndin heldur sér við þá stefnu, er tekin var
í þessu máli á síðasta sýslunefndarfundi, en getur ekki
fallizt á þá aðferð Rangæinga að fela nefnd fárra
manna fullt ákvörðunarvald, á meðan málið hefir ekki
fengið frekari undirbúning.
Nefndin samþykkir:
1. Að fela öllum hreppsnefndum sýslunnar frjálsa
fjársöfnun til skólabyggingar.
2. Að fela oddvita í sameiningu við oddvita sýslu-
nefndar Rangárvallasýslu að kalla saman aukafund
beggja sýslna til fullnaðarákvörðunar um málið, að
undangegnum nauðsynlegum undirbúningi“.
Þessar tillögur voru samþykktar í sýslufundi með
10 : 5 atkv.
Hér lýkur samvinnu sýslnanna í málinu og endaði,
eins og okkar minnihlutamennina hafði lengi grunað,
með algjörðu áhugaleysi og óeiningu, bæði um staðar-
val og fyrirkomulag skólans. Skal hér hvorugum máls-
parti kennt um úrslitin öðrum fremur, en þau voru af-
4*
L