Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 112
110
Sú spá hefir ekki rætzt enn.
Ég hefi ekki athugað það vel, en fullyrði þó, að
meira mundi hlutfallslega hafa komið hingað af þorps-
búum síðari árin en hin fyrri.
Kreppan kemur harðar við bændur en þorpsbúa, sem
stunda fiskiveiðar.
Sú mun orsökin.
Greinilegasti munur á íslendingum er að máli. Ekki
er hann eingöngu fólginn í framburði máls heldur og
mismunandi merkingu orðanna í hverjum landshluta.
Ekki skal ég fjölyrða í hverju framburðarmismunur-
inn er fólginn. Um það er fróðleg ritgjörð í Skírni árið
1932, eftir Stefán Einarsson kennara í Vesturheimi.
Leitt þvkir mér, að Vestfirðingar virðast vera að
gugna á því, að halda sínum forna framburði, að hafa
granna hjóðstafi á undan ng og nk. Er óspart eftir
þeim hermt og er ég ekki ugglaus um, að sumir þeirra
gangi af trúnni á þann framburð hér í skólanum.
Og það þori ég að fullyrða — og byggi þar á 20—30
ára reynslu, að sunnlenzki framburðurinn vinnur á, þó
hægt fari og virðist ætla að leggja landið undir sig.
Er það mjög illa farið. I mörgum atriðum er hann
yngri og því réttminni, þó hann sé réttari að sumu.
Mér þykir hann mun ljótari. Dómur minn, Norðlend-
ingsins, um þetta álitamál, verður sennilega ekki talinn
óhlutdrægur.
En framburður Sunnlendinga gjörir þeim erfiðara
fyrir með að skrifa rétt.
Ég á hér einkum við það, að þeir frambera víða k, p
'og t sem rödduð (g, b og d).
Um það deila nemendur stundum og apa hverjir aðra.
Sunnlendingum dettur aldrei í hug að mæla bót
ruglingnum á i og e og u og ö. Þar játa þeir mein sitt,
enda breytir þessi framburður og sú stafsetning, er
honum fylgir, ýmsum siðsamlegum orðum í klám.
Kennarar berjast almennt gegn honum. En hinn fram-