Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 71
69
mannaeyjar og- togararir þeirra uppeldisstöð í viðbót
við heimilin.
Astæðurnar til þessarar voldugu mótstöðu voru
margar. Fjöldi manna, sem hafði lofað framlögum til
slcólans meðan góðæri var, átti nú erfitt með að inna
greiðslur af hendi. Þá var hinn gamli sundrungarandi
milli einstakra sveita. Meðan skólastaðurinn var
óákveðinn, gátu margar sveitir vonast eftir happinu. Á
hitt var mina litið, að sveitadrátturinn hindraði allar
framkvæmdir. Loks var stór flokkur manna í héraðinu,
sem var, af pólitískum ástæðum, mótfallinn öllum skóla-
málaframkvæmdum. Þeir menn álíta, að sveitafólkið
eigi að framleiða, vinna fyrir aðra, og iáta sér nægja
að lifa utan við menr.ingarstraumana.
Vinir skólamálsins voru algerlega ofurliði bornir á
þessum æsingafundi. Ég fór þaðan um nóttina með
Magnúsi Torfasyni sýslumanni til Eyrarbakka og gisti
þar. Kl. 5 daginn eftir var ég að stíga upp í bílinn til
Reykjavíkur. Þá kom maður og fékk sýslumanni bréf.
Eftir að ég kom heim um kvöldið, símaði sýslumaður til
mín og sagði, að þetta bréf hefði verið frá Jóni Magnús-
syni forsætis- og kennslumálaráðherra. I því sagði
stjórnin, að hún neitaði að taka Laugarvatn gilt sem
skólastað, neitaði að láta fé úr ríkisjóði í bygginguna
móti héraðinu og neitaði að samþykkja teikninguna,
nema með skilyrðum, sem ekki var unnt að uppfylla.
Þetta sýndust taflslok með skólamiál Sunnlendinga.
Eg gerði ráð fyrir, að með þessu væri öllum fram-
kvæmdum frestað í aldarfjórðung að nýju.
Mótstaða Jóns Magnússonar var eingöngu sprottin af
sundrunginni í héraðinu. Jón var að vísu mótfallinn
þessari skólamálahreyfingu, en hafði beygt sig fyrir
ákvörðunum Alþingis og vilja héraðsbúa. — En að
ráðherrann neitaði svo seint ’um vorið, og þvert
ofan í umtal við byggingarnefnd og þingmenn, og
að hann beið eftir fundinum við Þjórsárbrú, var af
\