Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 151
kunnátta í að notfæra sér bókmálið, er sá liður máls-
ins, sem kemur að almennari notum, heldur en skrif-
og talmál. En væri öllum þessum þrem greinum máls-
ins gjörð jöfn skil, er hættara við því en ella, að úr
því yrðu baugabrot ein, sem týndust hjá mörgum að
skólavist lokinni. En þótt ein grein málsins sé gjörð
að höfuðþætti, verður ekki hjá því komizt, að leggja
nokkra stund á helztu málfræðiatriði, lítilsháttar skrif-
legar æfingar og auðveld samtöl.
Örstuttar talæfingar í hvorum tíma, 1—2 mínútur,
geta gjört hvorttveggja í senn, að temja nemendum
svolítið að koma fyrir sig orði — hugsa á málinu —
og fært líf og fjör, vinnugleði og hressilegri blæ yfir
kennsluna. Þá er og óhjákvæmilegt að kunna dálítið
í stafsetningu, án þess væri t. d. skriflegt próf óhugs-
andi.
Söngur.
1. Þátttaka nemenda. í byrjun skólaársins var próf-
uð rödd hvers einstaks nemenda og honum gefin eink-
uiin fyrir frammistöðuna, í því augnamiði m. a., að
auðveldara væri að íylgjast með viðgangi hans og
framförum. — Aðeins þeir nemendur, er reyndust
sneyddir söngnæmi eða drengir, sem voru að skipta um
róm (í mútum) fengu leyfi til þess að sækja ekki söng-
tíma.
2. Fyrirkomulag kennslunnar. í skólanum voru þrír
kórar: Blandaður kór, karlakór og kvennakór. Flestir
nemendur voru í tveim þessara kóra, en nokkrir að-
eins í einum þeirra. Einraddaður söngur var einnig
iðkaður allmikið í skólánum, flokkasöngur (kanon) og
tvísöngur.
3. Bækur. Við söngkennsluna var stuðzt við þessar
bækur:
a) Almenn söngfræði eftir Sigfús Einarsson.