Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 82
80
húsin í gróðrarstöðinni, bátaskýlið, leikfimishúsið,
vinnustofan og þvottahúsið.
Fyrir framan skólahúsið er allbreiður garður. Á
hann að halda áfram síðar meir meðfram sundhöllinni
og leikfimishúsinu, en yrði með misháum stöllum eftir
landslaginu. Næst húsinu á að vera vel hirt grasflöt,
en trjáröð fram á brúninni, og grashalli fyrir neðan.
Allar hitaleiðslurnar í skólann lágu gegnum þennan
garð frá hverunum inn í kjallara skólans. Eins og ger-
ist bila slíkar leiðslur af og til eða þarf að breyta þeim.
Hefði þá stöðugt þurft að rífa upp garðinn, eins og
göturnar í Reykjavík. Þess vegna var gerður lokaður
steinsteypugangur gegnum garðinn, og var loftið jafn-
an sjóheitt þar inni. í fyrstu var þessi gangur ekki
notaður nema fyrir hitaleiðslurnar. En eitt sinn vorum
við Einar Erlendsson byggingarfræðingur að tala um
Reykjahæli í Ölfusi. Stakk Einar þá upp á að gera
þar hitaskáp til að þurka í þvott. Úr því varð þó ekki
þar í það sinn. En eftir þetta samtal datt mér í hug, að
nota mætti hitaganginn á Laugarvatni til að þurka
þar lín. Það var reynt og gefst ágætlega. Nemendur
þurka þar þvott sinn á 2—3 klukkutímum, og hafa af
því bæði þægindi og verklétti.
Það var ljóst eftir aðsókn að skólanum 1929—30, að
nemendaíbúðir voru ekki nógu rúmmiklar. Hinsvegar
ókleift að byggja dýr steinhús. En upp úr Þingvallahá-
tíðinni kom mér til hugar að búhnykkur væri að koma
upp ódýru einföldu timburhúsi, fyrir nokkurn hluta
nemenda, kaupa timbur á Þingvöllum, nokkuð með
,lækkuðu verði. Njóta þess að búið var að flytja efnið
hálfa leið. Upp úr því var að afráðið að byggja Björlc.
Og nú var breytt um stil. Bæjarbustirnar komu ekki
lengur til greina. Nú skyldi byggja ódýrt, aðeins eina
hæð, og lágt þak. Síðarmeir myndu vel hirtir trjálundir
umlykja húsið, og það fara vel í landslaginu. Björk
varð tiltölulega ódýrt hús, eftir stærð og gæðum. Það