Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 152
b) Handbók söngkennara, gefin út 1929 að tilhlutun
fræðslumálastjórnarinnar, í tónmyndun o. fl.
c) Skólasöngvar 2. og 3. hefti. Gefnir út að tilhlut-
un fræðslumálastjórnarinnar 1930 og 1931.
d) Sönglistarsaga (sjá síðar, grein 5). Auk þess var
stuðzt við ýmsar aðrar söngbækur, erlendar og inn-
lendar.
4. Tónlist.
a) Verndun og beiting raddarinnar. í
viku hverri var, í yngri deild, ein klukkustund í bók-
legum fræðum. Kennd var þar heilsufræði raddarinn-
ar, um beitingu hennar í söng og mæltu máli. Tón-
myndunaræfingar voru hinsvegar iðkaðar 1 sambandi
við lögin í venjulegum söngtímum. Stöku sinnum var
hver nemandi látinn syngja einsöng.
b) Æ ð r i t ó n v e r k o g t ó n 1 i s t a r f r ö m u ð i r.
Nemendur í þessari deild lærðu um mismunandi hljóð-
færategundir, ennfremur var skýrt fyrir þeim eðli og
ytri búningur hinna æðri tónverka. Þeir kynntust og
í stórum dráttum æfifei'li og afrekum ýmissa braut-
ryðjenda í heimi tónlistarinnar, svo og höfundum er-
lendum og inlendum laga þeirra, er sungin voru í skól-
anum. Og loks var vakin athygli þeirra á ljóðahöfund-
um og bókmenntalegu gildi úrvalsljóða.
5. Sönglistarsaga. í eldri deild var kennd sönglistar-
saga (1 tími í viku). í meginatriðunum var stuðst við:
Repetitorium der Musikgeschichte, eftir Otto Girsch-
ner. Auk reglulegra nemenda í þessari grein, tóku
nokkrir, er ekki voru í söng, þátt í náminu og gengu
einnig undir vorpróf í sönglistarsögu.
6. Erindi. Tvö erindi voru flutt af söngkennara, ann-
að um Jenny Lind, en hitt um Johannes Brahms. Er-
indi þessi notuðu nemendur sem heimildir að ritgjörð-
um um þessa listamenn.
7. Lagaval og söngljóð. í vali sönglaga var þetta
einkum lagt til grundvallar: