Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 11
Telur Björgvin sýslumaður Vigfússon að hreyfing
þessi í Skaftafellssýslu árið 1908 eigi rót sína að
rekja til ritgerðar eftir Boga Th. Melsted, er út kom
það ár. Má sýslumanni vera þetta kunnugt, þar sem
hann stýrði sýslufundum í báðum sýslum, Skaftafells-
og Rangái-valla, þetta ár, og var að öðru leyti hinn
mesti áhugamaður málsins frá því fyrsta.
Þótt grein Boga Th. Melsted hafi vakið Skaftfell-
inga, virðast Árnesingar hafa verið farnir af stað áður,
þótt ekki blési byrlega. — Á aðalfundi sínum 1908
endurtekur sýslunefnd Árnesinga áskorun sína til Al-
þingis um stuðning til þess að reisa unglingaskóla með
lýðskólasniði á hentugum stað í sveit fyrir Árnes- og
Rangárvallasýslu.
Það lítur nú svo út, að skólamálið hafi ekki komið
fyrir sýslunefnd Rangárvallasýslu frá 1908—1911. Þó
virðist það ekki sofnað þar með öllu, því að á aðalfundi
sýslunefndar Árnessýslu 1909 er lesið upp erindi frá
sýslumanni Rangárvailasýslu, Björgvin Vigfússyni,
um stofnun lýðskóla í sveit fyrir sýslurnar þrjár, Vest-
ur-Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessýslu. Sýslu-
nefnd Árnesinga viðurkennir þörfina á slíkum skóla,
sérstaklega, ef heppilegir menn fengjust til þess að
stjórna honum og kenna við hann. Annars er hljóðið
heldur dauft í þessum fundi. Kosnir voru samt þrír
menn til þess að íhuga málið, áamt kjömum fulltrúum
úr hinum sýslunum báðum. Voru þessir kosnir fyrir
Árnessýslu: Sr. Ólafur Magnússon, Arnarbæli, sr. Ólaf-
ur Sæmundsson, Hraungerði og Ágúst Helgason, Birt-
ingaholti. Fyrir Rangárvallasýslu unnu þessir í nefnd-
inni: Björgvin Vigfússon, sýslumaður, sr. Eggert
Pálsson og Þórður Guðmundsson, Hala.
Árið 1911 leggur þessi sameiginlega nefnd beggja
sýslna fram tillögur sínar og álit. 1 báðum sýslunum
fengu tillögu)- nefndanna góðar undirtektir.
Áleit hún, að kostnaður sá, er sýslufélagið árlega