Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 108
106
að hverfa á sveitamönnunum, og sveitastúlkurnar eru
famar að láta stýfa hár sitt. En sá siður hófst í kaup-
stöðunum.
Það er almennt viðurkennt að töluverður munur
sé á Norðlendingum og Sunnlendingum.
Norðlendingar eru örari, frjálsmannlegri, fastmælt-
ari og fjörmeiri. Þeir eru fljótteknari og sprettharðari
— og meira á lofti.
Bókamenn hafa þeir þótt meiri og félagslyndari en
Sunnlendingar og enda meiri gáfumenn.
Sunnlendingar, einkum sveitamenn, eru hógværari og
stundum ekki upplitsdjarfir, en þeir eru það, sem þeir
sýnast og þrautseigju mun þá ekki skorta við hina.
Ég hygg, að þeir séu vinnugefnari og afkastameiri við
erfiðisvinnu en Norðlendingar almennt.
Á ferðalagi um Norðurland mundi margur bóndinn
kynna sig við kveðjur ókunnum ferðalangi og jafnvel
konuna sína, ef hún væri við.
Er hið síðara ekki lítilsvirði, þar sem margar hús-
freyjulegar stúlkur eru á palli, — þá veit gesturinn
hverjum á að þakka þegnar veitingár.
Ferðalangurinn mundi þurfa að spyrja sunnlenzka
bóndann að því, hvort hann væri húsráðandi og fengi
hið lítilláta svar: „Svo er það nú kallað“.
Og hæpið er, að konan láti sjá sig, ef viðdvöl er stutt.
En það er munur á einstöku héruðum bæði á Norð-
ur- og Suðurlandi.
Mýramenn og Borgfirðingar norðan Skarðsheiðar
. líkjast meira Norðlendingum en aðrir Sunnlendingar.
Þá virtust mér Eyfirðingar fyr á árum almennt yfir-
lætisminni í fasi og klæðaburði en nágrannar þeirra á
báða vegu.
Um mun á máli og orsakir þær, er ég hygg að liggi
til munar þess, sem er á Sunnlendingum og Norðlend-
ingum, vík ég síðar.
Úr sumum héruðum, sem ég hefi ekki ferðast um,