Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 147
145
Skipting námsgreina milli kennara.
Bjarni Bjarnason kenndi félagsfræði og reikning.
Bergsteinn Kristj ónsson kenndi íslenzku, ensku, eðlis-
fræði, bokfærslu, reikning og teiknun. Bjöm Jakobsson
kenndi heilsufræði, leikfimi og sund. Guðrún Eyþórs-
dóttir kenndi stúlkunum handavinnu. Guðmundur
Gíslason kenndi sögu, landafræði, dönsku, skrift og
teiknun. Guðmundur Ólafsson kenndi íslenzku, bók-
menntasögu, ensku, náttúrufræði og bókband. Þórarinn
Stefánsson kenndi smíðar. Þórður Kristleifsson kenndi
söng, sönglistarsögu, söngfræði, þýzku og ísler.zku. —
Guðmundur Ólafsson hafði bóka- og ritfangaverzlun á
eigin reikning. Hann hefir einnig umsjón með bóka-
safninu og reikningshaldi þess, svo sem síðar verður
drepið á. Baldur Kristjónsson aðstoðaði við íþróttirnar,
að öðru leyti var kennaralið fyi’ra árs óbreytt.
íslenzka.
E 1 d r i d e i 1 d: fsl. Lestrarbók eftir Sigurð Nor-
dal, byrjað á bls. 170 og lokið við bókina. Einn stíll á
viku.
Y n g r i d e i 1 d: Sama bók bls. 108—246. Einn stíll
á viku.
Bókmenntasaga.
Báðar deildir hafðar saman. Einn fyrirlestur á viku.
Fyrra árið farið yfir fornbókmenntir til 1400. Síðara
árið farið vfir hinn hlutann til 1900.
Saga.
Lesin var íslendingasaga eftir Arnór Sigurjónsson
skólastjóra. f eldri deild er bætt við mannkynssögu.
Hún er kennd í fyrirlestrum bókarlaust. Sögukennar-
inn, Guðmundur Gíslason hefir með sérstökum hætti
vakið venju fremur mikinn áhuga fyrir sögunámi. Ilon-
um hefir tekizt að fá allflesta nemendur til þess að
10