Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 164
162
er skólafélaginu bárust, mætti nefna sérstaklega bréf
frá héraðsskólanum á Núpi, þar sem vikið er að til-
lögum til samstarfs nemenda héraðsskólanna.
Bindindi.
Síðustu daga, sem skólinn starfaði, voru lagðar fram
bækur, þar sem nemendum var gefinn kostur á að
undirrita eftirfarandi bindindisheit:
Við, sem ritum nöfn okkar hér undir, höfum ákveðið
að neyta hvorki tóbaks né áfengra drykkja. Þessi
ákvörðun er skuldbindandi fyrir okkur, þar til við höf-
um beðið skólastjóra Laugarvatnsskólans, bréflega eða
með símskeyti, þar sem undirskriftarár er tilgreint, að
strika nöfn okkar út af nafnaskrá þeirri, er hér fer á
eftir.
43 nöfn undirrituð.
Einnig svipaðar klausur um áfengi og tóbak sitt í
hvoru lagi.
Undir áfengisbindindi aðeins rituðu 11, en tóbaks-
bindindi aðeins rituðu 4.
í áfengisbindindi hafa því gengið 54, þar af 43 einn-
ig í tóbaksbindindi og 4 að auki.
Enginn skipti sér af gjörðum nemenda í þessu efni.
Að vísu hafa þeir verið hvattir til bindindis, en þessi
síðasta ákvörðun er frá þeim sjálfum. Hugmyndin er,
að þetta haldi svo áfram ár frá ári.
Áfengi þekktist ekki í skólanum og með örfáum und-
antekningum er einnig algjört tóbaksbindindi.
Skemmtanir.
I reglum tveggja sjóða skólans, er myndaðir voru
1929, þ. e. 1. desembersjóður og hljóðfærasjóður, er
mælt svo fyrir, að halda beri tvær opinberar skemmt-
anir á hverjum vetri til eflingar sjóðum þessum.. Báðar
þessar skemmtanir féllu þó niður í vetur af örðugleik-
um, sem ekki urðu yfir stignir.