Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 37
35
Það mátti því segja, að allt léki í lyndi með það að
geta nú hrundið þessu langþráða máli í framkvæmd.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar nefndin
kom suður 16. apríl, heyrði hún utan að sér, að ýmsir
hefðu farið allfreklega af stað fyrir austan til þess að
mótmæla byggingunni á Laugarvatni, og væru þar
hafin fundahöld í þessu skyni. Ekki var nefndinni þó
boðið á þessa fundi, enda gengum við í nefndinni út frá
því, að þetta væri ekkert alvarlegt. Töldum það ekki
geta haft neina verulega þýðingu fyrir málið. Brátt
fengum við annað að heyra. Þann 19. s. m. símaði Ól-
afur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi til nefndarinnar,
fyrir hönd nefndar, sem kosin hafði verið í Tryggva-
skála 17. apríl, og óskaði eftir því, að byggingarnefndin
frestaði störfum sinum. Boðaði Ólafur þá byggingar-
nefndina á f und í Alþingishúsinu þennan sama dag,
ásamt þeim ]úngmönnunum: Magnúsi sýslumanni
Torfasyni, Jörundi Brynjólfssvni og Ágústi Helgasvni,
landskjöi'num þingmanni. Þetta tók nefndin til greina.
Skýrt var frá því þarna á fundinum, að enn væri
verið að leita samvinnu við Rangárvallasýslu.
Seinna um daginn kom nefndin aftur saman í Al-
þingishúsinu, ásamt sendinefndinni af Selfossfundin-
um, þeim Ólafi Sigurðssyni, Árna bónda í Alviðru og
Sigurði Heiðdal. Var þessi nefnd send suður til þess að
mótmæla því við þing og stjórn, að Árnesingar réðust
í að byggja skóla, nema því aðeins að Rangárvalla-
sýsla væri með um byggingu og rekstur skólans.
Höfðu þeir í höndum fundargerð undirritaða af
nokkrum mönnum í neðri hluta Árnessýslu. Mótmæla-
fundirnir fóru fram á það, að byggingarnefndin frest-
aði frelmri framkvæmdum þangað til þann 21. s. m.
Það hafði sem sé verið ákveðið á Selfossfundinum, að
senda þá Eirík Emarsson útibússtjóra og Eggert Bene-
diktsson, Laugardælum austur í Rangárvallasýslu til
þess að mæta þar á sýslufundi, sem þá stóð yfir. Ætl-
3*