Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 64
62
Þaðan hafa komið margir af þingmönnum Framsóknar-
flokksins, og sömuleiðis a. m. k. 90% af þeim mönn-
ura, sem verið hafa ritstjórar íslenzkra stjórnmálablaða
síðustu áratugina.
Ég kom í þennan skóla laust eftir aldamótin, tæplega
tvítugur, og dvaldi þar tvo vetur. Skólahúsið á Möðru-
völlum var þá brunnið og skólinn nýfluttur til Akur-
eyrar, en átti við lélegan húsakost að búa. Nemendur
voru um 40 í tveim bekkjum. Skólinn hafði þrjá vel
mennta og dugandi kennara. En hús, áhöld og aðbún-
aður allur var í fátækasta lagi. Nemendur höfðu sinn
félagsskap, en sáu kennarana varla nema í tímum. Að
því leyti ríktu þar kennsluvenjur menntaskólans, eins
og þá tíðkaðist við skóla.
Veturinn eftir að ég lauk námi á Akureyri, var ég
kennari í þrjá mánuði við unglingaskóla á Ljósavatni
í Þingeyjarsýslu. Nemendur voru 20—25, úr sveitun-
um þar í kring. Mér þótti gaman að kenna, einmitt við
slíkan slcóla, og ásetti mér að búa mig undir það starf.
Næstu þrjú ár var ég erlendis til að safna þekkingu
og reynslu um, hvernig ætti að starfrækja unglinga-
skóla í sveit. Ég dvaldi í Danmörku, þá í Þýzkalandi
og loks í Englandi. Ég kynnti mér allítarlega dönsku
ungmennaskólana, og var einn vetur í hinum stærsta
þeirra, sem heitir Askov. Ég fann að þar var merkileg
skólamálahreyfing, að þessir skólar höfðu gert Dönum
stórmikið gagn, meðan hiti Grundtvigsstefnunnar gaf
forgöngumönnunum kjark og þor. En um leið og sá
hiti kólnaði, var eyða í innra lífi skólanna, jafnvel hætt
við að einlægni kynni að vanta í starfið. Ég var mót-
fallinn því, að byggja starf skóla á nokkurri „móð-
öldu“, hvorki trúarlegri eða veraldlegri. Ég- fann að
skólarnir áttu að miða starf sitt við eðli og þarfir
æskumannanna, og við verkefni, sem biðu þeirra.
Ég kom til Þýzkalands, en þótti þar allt of mikill
hermennskubragur á uppeldi barna og unglinga, og