Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 10
það voru margir, sem ekki vildu láta hér við lenda,
heldur vildu einnig sjá unglingunum fyrir fræðslu.
1 samræmi við þenna anda bar sýslunefnd Árnes-
sýslu fram svolátandi tillögu á fundi sínum árið 1907:
„Sýslunefndin leyfir sér að beina þeirri ósk til Al-
þingis, að það í sambandi við menntun barna, taki til
íhugunar stofnun unglingaskóla hér á landi með lýð-
skólasniði, og lætur jafnframt í ljós það álit sitt, að
slíkir skólar séu afar nauðsynlegir til þess að auka
menntun alþýðu. — Jafnframt er það álit sýslunefnd-
arinnar og ósk, að unglingaskóli með lýðskólasniði,
fyrir Árnes- og Rangárvallasýslur sameiginlega, kom-
ist á fót, sem allra fyrst á hentugum stað í sveit og
skorar á Alþingi að greiða f'yrir því máli, svo að það
komist sem fyrst í framkvæmd."
Árið 1908, 27. apríl, sendi Gunnar Ólafsson verzlun-
arstjóri í Vík, erindi til sýslufundar Rangárvallasýslu
fyrir hönd 5 manna nefndar í Skaftafellssýslu. Var
þessi nefnd kosin þar milli funda, til þess að íhuga og
koma fram með ákveðnar tillögur um það, hvort til-
tækilegt væri að koma á fót lýðskóla í Mýrdal, og
jafnframt beindi hann þeirri fyrirspurn til sýslu-
nefndar Rangárvallasýslu, hvort hún vilji ekki sinna
þessu máli á þann hátt, að vera í félagi við Skaftfell-
inga um stofnun slíks skóla.
Eftir nokkrar umræður lýsti sýslunefnd því yfir fyr-
ir sitt leyti, að hún vilji vera því hlynnt og vinna að
stofnun eins lýðskóla, er settur væri einhversstaðar á
svæðinu frá Mýrdalssandi að Hellisheiði í félagi við
Vestur-Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Ályktað var
að kjósa nefnd í málið til þess að undirbúa það á þess-
um grundvelli undir næsta aðalfund. í nefndina voru
kosnir þessir: Björgvin sýslumaður Vigfússon, sr.
Eggert Pálsson, Breiðabólsstað og Þórður Guðmunds-
son, Hala. Varamaður i nefndina var kosinn sr. Skúli
Skúlason, Odda.