Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 165
163
Aftur á móti efndi skólinn til skemmtunar og bauð
til öllu innansveitarfólki. Veður var stillt og fagurt
samkomudaginn og- var hún því fjölsótt. Skemmtiskrá
var fjölbreytt, en utan hennar voru ræður fluttar af
gestum. Stóð skemmtun þessi með mesta fjöri, sam-
hug og gleði, langt fram eftir nóttu.
Innan skólans eru reglubundnar skemmtanir á hverj u
laugardagskvöldi. Annað kvöldið eru fimleikasýningar
nemenda, venjulega tveir flokkar í senn. Hitt kvöldið
er dansað, teflt og spilað á spil og sitt hvað fleira er
þá til glaðværðar. Og bæði kvöldin er sameiginleg
drykkja.
Utvarpskvöld.
Hinn 25. febr. s. 1. var varpað út héðan úr skólan-
um A ræðum og söng skólakóranna (22 lögum).
Formaður útvarpsráðs ásamt raffróðum manni, kom
hingað austur, til þess að semja dagskrána og stjórna
því, sem að tækninni laut. Aðgerðir frá hálfu ríkis-
útvarpsins, um að þetta mætti vel takast, eru mikillar
þakkar verðar. En víðar lýsti sér einnig skilningur á
störfum skólans og góðvild í hans garð. Heillaskeyti
víðsvegar af landinu, frá einstaklingum, skólum og
heilum hreppum, er streymdu að skólanum 26. febr.,
eru óræk vitni hans. Frá skólastjóm eru hérmeð bom-
ar fram þakkir fyrir samtaka velvild til skólans í þessu
sambandi.
Verðlaun.
Steindór Björnsson fimleikakennari úr Reykjavík
hefir, tvö s. 1. ár, gefið tveim nemendum skólans, sín-
um úr hvorri deild, þeim, sem jafnbeztir hafa reynzt
í öllum námsgreinum til samans, vandaðar bækur sem
viðurkenningu elju þeirra og hæfileika. Bækur þessar
hafa verið með eiginhandar skrautritun gefandans.
Verðlaunabækur þessar hlutu 1932 Heiðbjört Péturs-
11*