Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 75
73
sem skólabyggingin er í undur fögrum garði á vatns-
bakka og skógur allt í kring um vatnið. Mér fannst
það minna á, hvað gæti orðið á Laugarvatni, og þótti
hálf leiðinlegt, að húsið yrði fjær vatninu. Á hinn bóg-
inn fann ég, að ekki náði nokkurri átt annað en beygja
sig í þessu efni fyrir áliti húsameistara og byggingar-
nefndar og símaði heim til þeirra, að ég væri sam-
þykkur því, sem þeir álitu bezt í málinu.
Og þessi ráðabreytni varð giptudrjúg. Útsýnin er
fegurri úr skólanum heldur en niður við vatnið. Og
gufan hefði orðið þar óþægilega nærri, leikið um húsið
í suðaustan átt og orðið til verulegra óþæginda.
Vegna peningaleysis var ákveðið að byggja aðeins
tvær burstir af sex, en gera ráð fyrir viðbót við báða
stafna hússins. Kostnaður mátti mest verða 80—100
þús. kr. Þessi hluti hússins var gerður í samningsvinnu
Miklir erfiðleikar voru við aðdrætti aðkomins bygg-
ingarefnis. Vegurinn frá Svínavatni var niðurgrafin
moldargata að mestu leyti, og nokkrar óbrúaðar ár á
þeim kafla. Ef dropi kom úr lofti, varð illfært eða ófært
eftir þessum vegarkafla. Og þetta var sýsluvegur og
hvorki Laugardalshreppur eða sýslan gátu komið upp
góðum vegi á skömmum tíma nema með miklum stuðn-
ingi landsins. Símastöð var næst á Borg, í 20 km. fjar-
lægð, og kom það sér afarilla vegna byggingarinnar.
Úr því var bætt haustið eða snemma vetrar 1928, þá
lagði landið símalínu að Laugarvatni, fyrst og fremst
vegna skólans.
Vegarmálið leystist smátt og smátt á heppilegan
hátt, en of seint vegna meginflutninganna til bygg-
ingarinnar. Eg var í Þingvallanefndinni og tókst að
þoka því áfram þar, að nokkru fé væri varið vegna
austangesta á hátíðina, til að bæta veginn frá Laugar-
vatni og niður að Svínavatni. Hygg, að 10 þús. kr. hafi
fengist í veginn á þann hátt En megin stuðning sinn
fékk þessi nýbygging vegna þess, að fangar frá Litla-