Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 129
127
þeir átt á ýmsu völ og sumir heldur kosið aðrar stöð-
ur en þær, sem hér stóðu til boða. Frá þeim tíma, er
skólinn hófst, haustið 1928, er hér aðeins einn kennari
starfandi enn, Guðmundur Ólafsson frá Sörlastöðum.
Haustið eftir (1929) urðu hér skólastjóraskipti, svo
sem getið er um í skólaskýrslu 1929—1930. Bættust
þá einnig þrír kennarar við: Guðrún Eyþórsdóttir,
Guðmundur Gíslason og Sigurður Thorlacius.
1930 var Sigurði Thorlacus veitt skólastjórastaða við
annan barnaskólann í Reykjavík. Hann hafði stundað
nám við ágætan skóla suður í Sviss og færði hingað
ýmsar nýjungar. Skólanum auðnaðist ekki að njóta
hans nema einn vetur. í stað Sigurðar Thorlacius kom
Kristinn Stefánsson guðfræðikandidat. Hanr. kenndi
hér einn vetur, en sótti um skólastjórastöðuna í Reyk-
holti, og hlaut hana. Þannig missti skólinn, hvort árið
eftir annað, ágæta starfskrafta og hina beztu félaga.
— Um þetta leyti var vaknaður mikill áhugi, meðal
stjórnenda Laugarvatnsskóla, á því að hefja sönginn
til meiri frama en tíðkazt hafði í skólum landsins.
Haustið 1930 réðist Þórður Kristleifsson hir.gað sem
söngkennari. Hafði hann, um margra ára skeið, numið
söng, sem aðalnámsgrein, í Þýzkalandi, Ítalíu og víðar.
Ekki eru deildar skoðanir um það meðal stjórnar skól-
ans, að því fé og þeim tíma, sem varið hefir verið til
söngsins, síðan Þórður Kristleifsson kom hingað, sé vel
ráðstafað. Er þó hvorttveggja venju fremur ríflegt.
í stað Kristins Stefánssonar kom Bergsteinn Krist-
jónsson frá Útey hér í Laugardal. Ungur maður og
óreyndur kennari. Hann var gagnfræðingur frá Flens-
borg. Síðan dvaldi hann einn vetur við nám í Ruskin
Collidge í Oxford, og kennaraprófi lauk hann vorið
1931. Sem kennari byrjar hann verulega myndarlega.
Þórarinn Stefánsson smíðakennari frá Kirkjubóli við
Norðfjörð, bættist þá einnig í kennaraliðið. Hann hafði
þá fyrir skömmu lokið prófi í húsgagnagerð. Auk