Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 25
23
að nægilest vatn væri í henni til að renna í gcgnum rörin á
milli gosanna. Eg álit að þessi upphitun yrði mjög örugg, en
vatnsþróin kostaði mjög mikið. Vegalengdin frá hvernum að
húsinu er um 240 motrar. Ekki er unnt að ná í drykkjarvatn
nema í tveimur mjög óhreinum dýjum, i 200 metra íjarlægð
frá hússtæðinu og tel ég þó ógerning að nota þau sem vatns-
ból. Mjög erfitt yrði að koma fyrir afrennsli frá húsinu, þar
sem liússtæðið liggur svo lágt. Eg tel þennan stað útilokað-
an fyrir skólasetur aðallega fyrir vöntun á drykkjarvatni og
erfiðum aðdrætti á byggingarefni.
Laug. Hússtæði myndi hcppilegast í móanum miðja
vega milli Geysis og Beinár, eða í túninu rétt austan við
bæinn á Laug. Ég tel nauðsynlegt að jarðvegurinn í Lauga-
landi sé mjög vel rannsakaður áður en ákveðið er að reisa
þar stórt steinhús, þvi án efa er hann mjög víða sundur
soðinn. Ég liafði ekki svo góð verkfæri, að ég gæti rannsakað
hin tvö fyrnefndu hússtæði svo vel, að telja megi þau örugg
fyrir svo stórt steinhús, sem skólahúsið verður. þegar grafið
var í móann austan við Geysi, þar sem ég hafði valið hús-
stæðið, kom í ljós, að 0.55 metrum neðan við yfirborð jarð-
vegsins kom hverahrúður, og var það aðeins volgt, en niður
úr því var ekki hægt að komast með skóflu. Á hinn bóginn
er óvíst, hve þykkt hverahrúðrið er, og fyrir neðan það getur
tekið við gljúpur jarðvegur, eins og víða er í Laugalandi.
Einnig lét ég grafa niður við Beiná og var jarðvegurinn svip-
aður þar. Yfirleitt tel ég dálítið hæpið, að reisa stórhýsi
nærri svo stóru hverasvæði sem er í Laugalandi. Hverirnir
geta breyzt og nýir myndast, sérstoklega ef þrýstingurinn á
jarðveginum breyttist. Mölin í Laugalandi er flísamöl og ekki
nothæf i steypu.
Góð steypumöl fæst við vaðið á Laugaá og meðfram vegin-
um undir Bjarnafjalli, steypisand má fá á stöku stað með-
fram ánni, en sand til húðunar og möl fannst við Almenn-
ingsá, fjariægð 1,5 km. Ef húsið stæði á móanum neðan við
Geysi, myndi heppilegast að leiða vatnið úr Blesá í rörum
inn í húsið, og yrði þessi upphitun mjög örugg. Hverinn
liggur 10 m hærra en hússtæðið og fjarlægð frá honum að
liússtæðinu yrði um 105 metrar. Ef húsið yrði sett á túninu á
Laug, mætti leiða vatnið frá hverum hjá Smið. þeir liggja
um 8 m hærra en hússtæðið og vegalengdin um 200 metrar.
Drykkjarvatn er aðeins fáanlegt úr Beiná eða Laugá. Báð-
ar þessar ár eru uppsprettuár, en ekki tel ég mögulegt að
nota vatnið úr þeim til drykkjar nema það sé síað áður, og