Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 17
15
teliir nefndin það ófrávíkjanlega kröfu, að þar verði
stofnaður gagnfræðaskóli sem allra fyrst.
8. Auk gagnfræðamenntunar telur nefndin það óhjá-
kvæmilegt, að bnæda og húsmæðraefnum sé séð fyrir
sérmenntun og mælir þvi eindregið með því, að bænda
og húsmæðraskóla sé komið hér á fót, en telur bæði
hagkvæmt fyrirkomulag og mikinn fjárhagssparnað,
að þeim skóla yrði komið upp í sambandi við gagn-
fræðaskólann.
Enn þá sendir sýslunefnd Árnessýslu áskorun til
þings og stjórnar 1920 um það að hraða framkvæmd-
um í þessu máli.
Þá er þessum fyrsta þætti málsins lokið. Hvílist nú
málið algjörlega í báðum sýslunefndum þangað til árið
1924. Það er engu líkara en að allir hlutaðeigendur séu
orðnir þreyttir og leiðir á öllum þessum málalenging-
um og togstreitu þeirri, sem alltaf hefti allar fram-
kvæmdir, þegar á átti að herða. Margar nefndir liöfðu
verið skipaðar og aragrúi af tillögum komið fram.
Miklum tíma hafði verið til þess varið, að bollaleggja
um málið aftur og fram, en þó er óhætt að segja, að
árangurinn af því öllu saman hafi orðið æði lítill, og
þokaðist málið ótrúlega lítið áfram til sigurs.
II.
Ég gat um það hér að framan, að sýslunefndir sýsln-
anna unnu ekki að málinu um nokkur ár. Ekki er þó
svo að skilja, að málið væri sofnað í héruðunum. Næsti
þáttur hefst á því, að Grímsnesingar hefjast handa ár-
ið 1920 með sóknarprest sinn, sr. Þorstein Briem, í
broddi fylkingar. Hafði hann þá nýlega flutzt inn í hér-
aðið og því lítið komið við sögu málsins. Hafði sr. Þor-
steinn mjög mikinn áhuga fyrir málinu frá fyrstu tíð
og kom nú óþreyttur inn í málið.
Sömdu nú tólf Grímsnesingar allítarlegt bréf til allra