Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 14
12
við Karl Finnbogason, að hann yrði annar kennari við
skólann. Báðir tóku þeir vel þessum málaumleitunum.
Þá virðist og nefndin fyrst komin að fastri niðurstöðu
um það, að byggja skólahúsið úr steinsteypu, en áður
var alltaf gengið út frá timburbyggingu. Þá er og
málinu svo langt komið, að nefndin virðist vera ásátt
um það, að kaupa jörðina Stórólfshvol í Rangárvalla-
sýslu til skólaseturs. Jörðinni átti að fylgja þrjár hjá-
leigur. — Átti þetta jarðnæði að kosta kr. 14180,00,
ef kaupin væru gerð innan fardaga 1914. Nefndin
leggur til, að jöröin sé keypt, þrátt fyrir það, þótt ekki
væru nægir peningar fyrir hendi, til þess að hefjast
handa um skólabygginguna.
Mikið mun hafa verið rætt um þetta mál, því að þess
er getið í sýslufundargerðinni, að umræður hafi byrjað
kl. 2 e. h. og staðið yfir alla nóttina fram til kl. 9 f.
h. næsta dag.
Var þar samþykkt svolátandi tillaga:
„Sýslunefndin ályktar að fela framkvæmdanefndinni
að kaupa, fyrir hönd Árnes- og Rangárvallasýslu, á
næsta fardagaári jörðina Stórólfshvol með öllum hjá-
leigum undir væntanlegan lýðskóla og útvega nauðsyn-
legt lán í því skyni með aðgengilegum kjörum gegn á-
byrgð sýslufélaganna beggja.“
Með tillögunni greiddu atkvæði: Oddviti, nefndar-
menn Fljótshlíðarhrepps, Austur-Landeyjahrepps,
Vestur-Landeyjahrepps og Vestur-Eyjafjallahrepps.
Móti tillögunni greiddu atkvæði: Nefndarmenn Land-
mannahrepps, Holtahrepps, Ásahrepps, Rangárvalla-
og Hvolhrepps. Nefndarmaður Austur-Eyjafjalla-
hrepps greiddi ekki atkvæði og er því talinn með meiri-
hlutanum. Var tillagan því samþykkt með 6 atkv.
gegn 5.
Þótt nú staðurinn væri samþykktur með jöfnum at-
kvæðum, virðist svo sem sýslunefnd Rangárvallasýslu
hafi ekki verið ánægð með staðinn þegar í upphafi, þar