Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 52
50
svo mikið upp úr af þeim, sem vildu sanmingaleiðina
fara.
Nú var fenginn þessi eftirþráði óhlutdrægni dómur,
sem á átti að byggja skilyrðislaust og átti að vera svo
margfalt ábyggilegri fyrir framtíðina en álit húsa-
meistara, landlæknis og fjölda annara óhlutdrægna
manna, sem um málið höfðu ritað eða látið uppi álit
sitt á annan hátt.
Eins og menn muna, var allmikið ritað um málið á
þessum árum af báðum málspörtum, en þó mest af
skólastjóra samvinnuskólans, Jónasi Jónssyni, sem frá
fyrstu hafði verið hinn allra öflugasti og ákveðnasti
fylgismaður Laugarvatns sem skólaseturs. En þar sem
mönnum eru í fersku minni þau blaðaskrif, sleppi ég
að minnast á þau hér.
Aðalfundi sýslunefndar Árnessýslu 1928 barst álit
og tillögur sýslunefndar Rangárvallasýslu frá 17. apifl,
sem hér fylgir:
„... Sýslunefndin ályktar fyrir sitt leyti að byggja
á þeim samkomulagsgrundvelli, sem sýslunefndirnar
hafa lagt með samþykktum sínum í þessu máli næst-
liðið ár, en frestar að öðru leyti til aukafundar að taka
frekari ákvörðun í málinu, þar til sýslunefnd Árnes-
sýslu hefir á væntanlegum næsta aðalfundi sínum gefið
um það ákveðin svör, hvort hún vilji halda málinu
áfram á þessum sama grundvelli með því að kjósa
þriggja manna nefnd, er kosin sé sýslunefnd Rangæ-
inga í sama augnamiði. Þar í sé innifalið ótakmarkað
vald til að skuldbinda sýslufélögin til ábyrgða eða lán-
töku, sem hljóta að leiða af frekari framkvæmdum í
málinu“.
Tilhxga þessi var samþykkt með samhljóða 10 at-
kvæðum.
Þessi ályktun sýslunefndar Rangárvallasýslu læt ég
fylgja hér með, eftir því sem ég skrifaði hana mér til
minnis á sýslufundi Árnesinga, þegar við, sem vorum