Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 153
151
a) að söngtextar væru fagrir, göfgandi og söngrænir,
b) að lögin kynntu nemendum sem fjölbreyttastar
hliðar söngsins, og
c) að þyngja lög og verkefni í fullu samræmi við
þroska nemenda, og vaxandi getu þeirra.
Mjög miklum tíma var varið til meðferðar ljóðanna
út af fyrir sig. Til að uppræta mállýti og til eðlilegrar
og ljósrar framsetningar þeirra. Tveim tímum daglega
var varið til söngiðkana í skólanum. Skiptust þær þann -
ig niður á nemendur, að láta mun nærri að á hvern
þeirra hafi komið fimm stundir vikulega.
8. Iðni og stundvísi. Söngkraftar og framfarir. Nám-
fýsi og námsgleði voru hin ríkjandi öfl meðal söng-
nema, og orkuðu þau undramiklu á sviði söngsins. Hin-
ir, sem tregari voru til þessa náms, annaðhvort af deig-
um vilja, lítilli getu, vantrausti á sjálfum sér, eða öllu
þessu til samans — en þeir voru sárafáir — voru því
bornir áfram af straumi einlægs vilja og stöðugum
framförum meirihlutans.
Tónhæfni nýrra nemenda, er þeir komu í skólann,
var yfirleitt mjög á hverfanda hveli — söngkraftar
sundurleitir, raddir og sönghæfileikar þeirra óræktaðir
og vanþroska. En með stöðugri þjálfun raddarinnar
og æfingu eyrans að greina tóna, gjörðist gagngerð
breyting á söngnum og söngsmekk.
Algjörð stundvísi var eitt af hinum berandi öflum
hins drottnandi anda í sönglífi skólans. Þeir,
sem höfðu tilhneigingu til þess að vera utan við þær
ákveðnu og réttu markalínur, máttu teljast til hreinna
undantekninga. Enda sigla þeir yfir höfuð lágan byr í
því andrúmslofti, er í skólanum býr, sem ekki gæta
skyldu sinnar i það ítrasta.