Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 110
108
inn. Innhéraðsbúar munu meiri gleðimenn, en annars
skal ég lítinn dóm á þá leggja. Einhver sagði mér, að
sá hefði ekki eiginlega séð Skagfirðinga, sem ekki hefði
séð þá á hestbaki.
Það hefi ég sjaldan séð.
Eyfirðingar og Þingeyingar hafa ekki verið mjög
margir. Ég þekki þá í heimahögum.
Þingeyingum hefir oft verið borið það á brýn, að
þeir væru allra manna montnastir.
Mér er málið skylt og skal ég hvorki neita því né
játa.
Vera má „að hið innra verð og vitund þess“ valdi
drýgindum þeirra, þó verulegt manngildi auglýsi sig
sjaldan á þann hátt. Eru þeir og fjörugir og opinskáir
öðrum fremur. Og miklu fremur kýs ég þingeyskt yfir-
læti en þurradramb í sauðargæru hóg\7ærðarinnar.
Allmikið hefir verið hér af Austfirðingum. Ég hefi
lengi borið í hug mér glæsimynd af þeim mönnum, er
búa í norðurhluta Austfjarða, nefnilega Héraði, Jökul-
dal og Vopnafirði. Og ég hygg hana ekki ósanna. Þar
eru kjarngóðar landssveitir og ýms myndarbragur ligg-
ur þar í iandi.
Framburður málsins mun hvergi réttari en þar, er á
allt er litið.
Ég gjörði mér lengi í hugarlund, að fjarðabúar stæðu
þeim að baki í mörgu.
En ef dæma má af þeim, er þaðan hafa komið hing-
að, þá eru Fjörðungar ekki minni námsmenn eða for-
eldrar þeirra eftirbátar hinna í gæðum þeirrar fram-
leiðslu, sem mest er um vert — manna.
Reynsla mín á síðari árum er sú, að meira muni orð
á því gjört en rétt er, að af því stafi mannspilling og
hnignun, að íslendingar safnast saman í sjávarþorp.
Áreiðanlega veldur það ekki líkamlegri hnignun. Sjó-
mennirnir eru hraustir karlar.
Furðulítill munur er á því, að þorpamenn, sem setið