Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 20

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 20
18 HELGAFELL stórfenglegustu listaverk heims eru svo hversdagsleg við fyrstu sýn, að óvant auga tekur naumast eftir þeim. Önnur eru svo einföld og tilgerðarlaus að þau hneyksla. Bilið milli slíkra lista- verka og venjulegra, meðalgóðra hluta er lítið á yfirborðinu, en hið innra er það nógu stórt til að rúma heilan heim. Sem dæmi slíkra verka frá þessu skeiði í list Ásmundar ætla ég að velja tvö, Stúlkuna með bikarinn og Pilt og stúlku. Hið fyrra er lítil eirmynd, — stúlka sem gengur fram með bikar fal- inn við barm sér og horfir til hliðar. í bikarnum ber hún eitur, líkami og andlit sýna að hún er vör um sig, skyldi einhver sjá til. Formgerð líkamans er við fyrstu sýn ósköp venjuleg, en þeg- ar við förum að hafa hana fyrir augum dálitla stund, er eins og formin lifni og fái fyllingu. Þau taka hvert við af öðru í mildum leik, safamikil en þó hvergi ofþanin. Hreyfing myndarinnar er það sem nefnt er vægt „kontraposto", mismunandi fletir eða öxlar, sem skera hvern annan á víxl. .Andlit og herðar mynda einn öxulinn, lendarnar annan, og fótstaðan hinn þriðja. Þessi samstilling vekur kennd mjúkrar hreyfingar en felur um leið í sér ákveðna sálræna túlkun. Samt sem áður mundi ég ekki vilja jafna þessari mynd við hina, Pilt og stúlku, því þar finnst mér þetta tímabil í list Ás- mundar ná hæst. Ég minntist áðan á myndina Útþrá. Það var ekki aðeins nafn- ið tómt, heldur sterk kennd, sem unni Ásmundi ekki friðar. Hér heima var ekkert að sjá í höggmyndalist sem fyllti hugann nýj- um og djörfum straumum, — og skapferli Ásmundar er þannig farið, að logn er honum dauði. Það var ekki af miklu að taka þessi árin í nýjar utanferðir, en þó rak öðru hvoru á fjörur. Hon- um var falið að gera brjóstmynd af Einari Benediktssyni, fékk hana vel greidda og komst til Parísar. Peningarnir entust reynd- ar ekki nema í fjóra mánuði, en París getur snert marga strengi í huga listamanns á skemmri tíma-en það. Hér er það sem hann gerir frumdrættina að myndunum Piltur og stúlka og Fýkur yfir hæðir, og lýkur við þær báðar þegar heim kemur. Seinna meir stækkaði hann þær, og standa þær nú í garði hans við Sigtún. Báðar þessar myndir eru nýtt stig í listþróun Ásmundar, und- anfari þess túlkunarmáls, sem hann notar að mestu næsta ára- tuginn. Formin eru heil og stór, hvergi rofin, nema ítrasta nauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.