Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 106

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 106
104 HELGAFELL árkróks, sem fullorðin kona rneð ærið erilsamt ævistarf að baki. En þá hefst hinn stórvirki rithöfundarferill Guðrún- ar frá Lundi, og eftir öllum sólanmerkj- um að dæma, er ícnyndunarafl hennar og frásagnargleði enn í fullu fjöri. Efni skáldsagna Guðrúnar frá Lundi er sótt í íslenzkt sveitalíf um og eftir síðustu aldamót. Þjóðlífslýsingar henn- ar virðast mjög nákvæcnar, svo að yfir þeim öllum hvílir sá blær er gerir þær fullkomlega sennilegar þeim, er ólust upp í sveit á þessum tíma. Og í því virð- ist liggja skýringin á þeirri miklu út- breiðslu og vinsældum er skáldsögur hennar hafa hlotið. En hætt er við að hinni yngri kynslóÖ finnist sú róman- tík, sem söguhetjur hennar lifa og hrærast í, næsta fátækleg. Guðrún frá Lundi er gædd mikilli frásagnargáfu og henni er einstaklega sýnt uim að vekja samúð lesandans með sögupersónum sínum. Og þegar hún leiðir fram á sögusviÖiÖ persónur, sem ekki eru allt í sómanum hvað snertir almennar manndyggðir og siðgæði, reynir hún alltaf að berja í bresti þeirra, og ber það vott um að hún sé góð kona. En engar eru sögupersón- ur hennar gæddar þeim eiginleikum, sem gera þær lesandanum á einn eða annan hátt minnisstæðar, þrátt fyrir langa samfylgd, eða tvö þúsund blaÖ- síðna leið, eins og Dalalíf er. Rás við- burðanna er hvorki hröð eða nýstár- leg og hvergi er frumlega haldiÖ á mál- unum. En skilningur höfundarins á hinum hversdagslegu vandamálum í daglegu lífi hvers einstaklings er í senn bæði djúpur og mannlegur. Og kann- ske er það einmitt þess vegna, að þótt skáldsögur Guðrúnar frá Lundi marki engin bókmenntaleg spor, og í því til- liti sé sú orka, sem hún hefur eytt í samningu þeirra, unnin fyrir gýg, þá er manni aS lolcnum lestri þeirra allt í einu farið aS þykja vænt um höfund- inn sjálfan og búinn að veita honum upptöku í hóp gamalla vina. Gamalt íólk og nýtt Sögur — Elias Mar — Helgafell 1950 Höfundur segir í formálanum, að út- gáfu bókar megi líkja við ferðalag, og sannast þá enn gamla máltækið, að ekki séu allar ferÖir til fjár. Elías Mar er það efnilegur rithöfundur, að þess- ar sögur valda manni yfirleitt von- brigðum. Hyggilegra hefði verið að bíða með útgáfu smásagnasafns, þar til úr fleiru hefði verið að velja, og taka þá aðeíns þaS bezta. ÞaS er sem sé viSvaníngskeimur af bókinni, og þó er höfundur enginn viðvaningur, og hefur ugglaust það álit á sjálfum sér, að hann vilji ógjarna láta telja sig þeirra á með- al. Hann hefur áður sýnt það greini- lega, að hann er gæddur töluvert skarpri sálfræðilegri innsýn, en stund- um er eins og hann hafi týnt gleraug- unum. I fyrstu sögunum virðist hann helzt vera að æfa sig að skrifa, og hefðu þær gjarna mátt missa sig. StúlJia miðar byssu er góð ástandssaga, ó- venjuleg og sönn, þótt byggingu henn- ar sé dálítiÖ ábótavant. Saga um jóla- tré er ósköp billeg og augljós sálfræði, og yfir-sentimental eins og oft vill verða, þegar skrifað er um börn. Snœ- fríÓur er ein heima lýsir gamalli konu heldur lélega og ófrumlega. Höf. verð- ur yfirleitt mjög tíðrætt um gamalt fólk, en virðist þó ekki hafa mikið um það að segja, og nýja fólkið kem ég ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.