Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 48

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 48
46 HELGAFELL liann myndaðist. Álmleir var einnig bætt í kerið, jafnótt og hann eyddist, en stöðva varð framleiðsluna í livert skipti, sem skipta þurfti um kolstaf- inn. Við þetta kólnaði bræðsluofninn og rafmagnseyðslan varð nokkru meiri vegna þessa og auk þess fór ætíð' nokkur tími í skiptin. Það var því mjög mikilvægt fyrir álmiðnaðinn er Svíinn Söderberg fann upp hinn sjálf- brennandi kolstaf. Hann er þannig gerður, að jafnóðum og neðri hluti hans brennur er bætt ofan á hann, en sjálfur sígur hann með jöfnum hraða niður í ofninn. Nú varð mögulegt að stækka ofnana og auka afköstin mik- ið. Til marks um stærð þessara kol- stafa má geta þess, að' þvermál þeirra getur verið allt að 2 metrar og þola þeir 30.000—40.000 ampera rafmagns- straum. Hér er sýnd hráefnis- og orkuþörf við framleiðslu á einni smá- lest af álmi. Álmleir 1950 kg. Kryolit 50— 70 — Kol í kolstaf 500—600 — Raforka 18.000—22.000 kílówött. Af tölum þessum sést, að lang- stærsti liðurinn er raforkan. Fyrsta skilyrðið fyrir vinnslu álms er því ódýr orka, og er ekki undarlegt, þó framleiðslan liafi flutzt til þeirra landa, sem mikla vatnsorku hafa. Fremst má þar telja: Bandaríki Norð- ur-Ameríku, Kanada, Frakkland, Noreg og England. Árið 1946 fram- leiddi Kanada 176.000 smálestir og Noregur 16.500. Noregur verður þó að flytja inn allan álmleir og sést á þessu, að ódýr vatnsorka er frumskil- yrð'ið, en flutningur hráefnisins hefur minni þýðingu. Hinir óvenjulegu eiginleikar álms, sameining lítils rúmmálsþunga (þ. e. lítillar eðlisþyngdar) og mikils styrk- leika, skipuðu því þegar í fremstu röð nytjamálma. Einnig má breyta eigin- leikum þess á margvíslegan hátt með blöndun við aðra málma. Eru það einkum kísill og málmarnir kopar og magnesium, sem til þess eru hafðir. Þannig er til dæmis hægt að gefa álmi, með því að blanda í það kísil og magnesium, mjög góða leiðslueigin- leika fyrir rafmagn. Þessi málmblanda hefur auk þess mikinn styrkleika og er því ákjósanleg í háspennulínur fyr- ir rafmagn. Flugvélasmiðir 20. aldarinnar upp- götvuðu fljótt þennan létta en þó sterka málm, og álm og álmblöndur urðu brátt undirstaða stóriðnaðar í flugvélasmíði. Ef til vill má segja, að hornsteinn nútíma ílugvélasmíði hafi verið lagður, af þeim Ilall og Héroult, árið 1886. Álm á miklum og auknum vinsældum að fagna á heimilunum. Allir þekkja álm-pönnur, potta, katla og' margt annað, sem hver húsmóðir telur til nauðsynja sinna. Svona mætti lengi telja, en segja má að notkun álms sé stöðugt að aukast, og er það nú notað, jafnt í hina smæstu og ein- földustu hluti sem í hina stærstu og margbrotnustu, svo sem vélahluta og styrktargrindur í stórhýsi. Gera má ráð fyrir, að notkun þess í byggingar- iðnaðinum fari vaxandi og má í því sambandi geta þess, að yfirbygging hins nýja risaskips, „The IJnited States“, er að mestu úr álmblöndu. Er ræða á möguleika okkar Islend- inga til vinnslu á álmi í stórum stíl, verður að athuga eftirfarandi atriði: 1. Útvegun hráefna. Eru það eink- um bauxit og kol í kolstafi, og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.