Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 8

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 8
6 HELGAFELL Hlutverk listarinnar er orðið svo smátt, að menn trúa því í al- vöru, að með uppfinningu Ijósmyndavélarinnar sé hennar ekki lengur þörf. Það á ekki aðeins við um málverkið. Einnig högg- myndalistin er lögst svo lágt, að menn taka gifsafsteypur af nöktum kvenlíkama og þykjast með því hafa náð fullkomnun og endamörkum allrar listar. Við sjáum því, að einnig þetta tímabil á sín aðgreindu skeið frjórrar formleitunar, klassisks jafnvægis, ofhlæðis og íburðar og loks natúralismans, þar sem ekkert er eftir nema gott handverk og hugmvndasnauð stæling hluta. Nú veit ég ekki hvort nokkrum dylst, að við erum staddir í straumbrotum nýrra viðhorfa, í deiglu nýs menningarskeiðs. Til þess þyrfti meira en aðeins venjulega blindu. Iðnbylting síðustu aldar, stórfelldar uppfinningar og ný þjóðfélagsviðhorf, sem siglt hafa í kjölfar þeirra, eru að breyta heiminum á flestum sviðum. Og við erum staddir mitt í því róti. Með öðrum orðum: Við erum staddir á nýjum arkaiskum tíma, nýju skeiði formleitunar til sam- ræmingar og túlkunar á nýjum grundvallarviðhorfum. Það er skýringin á því, hvers vegna andstæður listarinnar rísa nú svo hátt, hvers vegna nýlistin er svo sundurleit, hvers vegna nákvæmasti natúralismi og óhlutbundnasta formtúlkun geta lifað hlið við hlið, á sama tíma, í sama þjóðfélagi. Venjulega eru það einungis mismunandi stig sömu listteg- undar, sem lifa saman. Fullkomnar andstæður mætast aldrei, nema á því stigi sögunnar, þegar gömul menningarhefð er að líða undir lok og algjörlega ný að taka við. Og það getur eng- um dulizt, að í abstraktlist og natúralisma er um algjörar and- stæður að ræða, ef til vill mestu andstæður listsögunnar fram til þessa. Tilraunir nútímalistar til hreinsunar og nýsköpunar hafa þeg- ar komið fram í mörgum myndum: kúbisma, fútúrisma, súrreal- isma, naivisma....... en allt er þetta formleitun, fullkomlega sama eðlis og leitin að nýjum samfélagslegum grunni, sem næstu aldir munu byggja á. Og það er jafn víst og dagur fylgir morgni, að slíkar sundurleitar tilraunir til formsköpunar munu halda áfram þar til þjóðfélagslegu jafnvægi hefur verið náð, í hvaða mynd sem það kann að verða. Þá munu þær renna í einn farveg, mynda nýtt klassiskt tímabil, sem hefur reyndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.