Læknablaðið - 15.02.2001, Page 27
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNISFRÆÐ
sem svo að þessi ákveðna stökkbreyting eigi ekki
marktækan þátt í tilurð snemmkominnar offitu hjá
íslendingum. Ristow og félagar lýstu nýlega
stökkbreytingunni hjá fjórum Þjóðverjum með
alvarlega offitu (líkamsþyngdarstuðul 37,9-47,3)
(42). Ekki fannst fylgni milli stökkbreytingarinnar og
sykursýki eða blóðfitubrenglana og var jafnvel talið
að um nýja undirtegund offitu væri að ræða. í
rannsókn Ristows og félaga var erfðaefni 121
offitusjúklings og 237 einstaklinga af eðlilegri þyngd
athugað. Stökkbreytingin var fyrir hendi í um 3%
þeirra offitusjúklinga sem skoðaðir voru en í um 1%
allra þátttakenda (42). Ekki er vitað hve algeng þessi
stökkbreyting í raun og veru er eða hvort hana er að
finna annars staðar í heiminum. Vel gæti hugsast að
hún sé aðeins til á afmörkuðum svæðum í Evrópu en
hafi ekki komið fram hér á landi. f rannsókn Ristows
og félaga var ekki tekið tillit til hvort offitan hefði
verið vandamál allt frá barnæsku. Líklegt verður að
teljast að offita sem fram kemur á barnsaldri eigi
fremur rætur sínar að rekja til erfðaþátta en offita
sem fram kemur á fullorðinsárum (43). Því má ætla
að gallar á þessu ákveðna svæði PPARy2 leiki enn
síður hlutverk í erfðri offitu meðal íslendinga.
Ef til vill má telja til annmarka að jákvætt viðmið
við Hinc II meltingu vantaði. Betra hefði verið að sjá
í raun og veru hvemig stökkbreyttur einstaklingur
lítur út og þá hvort meltingin hafi í öllum tilvikum
heppnast. Þó verður að minnast þess að öll sýni voru
skoðuð á fleiri vegu til leitar að stökkbreytingum og
eflaust hefðu komið fram jákvæð svör þar ef
stökkbreyting hefði verið fyrir hendi.
Nokkuð bar á falsk-jákvæðum niðurstöðum í
niðurstöðum EMD<TM). Sem skimunaraðferð fyrir
stökkbreytingum er EMD<TM) þekkt fyrir mikið næmi
en heldur lítið sértæki. í nokkrum tilfellum kom fram
þó nokkur ósértæk mögnun við PCR. Hugsanlegt er
að hún hafi verið meiri í einstökum sýnum og á
einhvem hátt átt þátt í þessum svörunum. Með
hliðsjón af þessu voru umræddir erfðaefnisbútar
raðgreindir til frekari greiningar.
Tengsl PPARy2 og offitu eru sterk. Sú
stökkbreytingaleit sem var gerð í þessari rannsókn
beindist aðeins að afar litlum hluta gens PPARy2.
Það er því verðugt verkefni að skoða fleiri svæði þess
með þetta ákveðna vandamál í huga. Yen og félagar
fundu nýlega erfðabreytileika þar sem alanín kemur í
stað prólíns í stöðu 12 PPARy2 (44). Ekki er vitað
hvaða hlutverki þetta svæði PPARy2 gegnir(44), en
Deeb og félögum tókst að sýna fram á tengsl þessa
erfðabreytileika við: minni virkni viðtækisins, lægri
líkamsþyngdarstuðul og aukið insúlínnæmi(45).
I þessari rannsókn var leitað að stökkbreytingunni
Proll5Gln og öðram basabreytingum á svipuðu
svæði PPARy2. Skoðaðir vora 43 einstaklingar sem
hafa átt við offituvandamál að stríða frá bamæsku.
Ekki var að finna neitt óeðlilegt í erfðaefni þessara
Mynd 5. Hlutverk PPARyl (peroxisome proliferator activated receptory2) og stjórnun
með fosfórýleringu og bindiefnum. Sykursýkilyfjaflokkurinn thiazolidinediones,
fitusýrur, eicosanoíðar ogfleiri efni virkja PPARy2 til þess að ýta undir sérhœftngu
fitufrumna og auka insúlínnœmi. Insúlín og aðrir vaxtarþœttir hvetja MAP kínasa tilþess
að tengja fosfathóp við serín íslöðu 114 PPARy2. Við það minnkar hæfileiki hans til þess
að örva sérhœfmgu fitufrumna og insúlínnæmi minnkar.
sjúklinga á þessu afmarkaða svæði PPARy2. Því má
álykta að breytileiki á umræddu svæði PPARy2 sé
ekki orsakavaldur offitu hjá íslenskum börnum.
Þakkir
Sérstakar þakkir fær starfsfólk rannsóknadeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur og aðstoðar- og deildar-
læknar barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir
aðstoð við sýnatökur.
Heimildir
1. Rosenbaum M, Leibel RL, Hirsch J. Obesity. N Engl J Med
1997; 337: 396-407.
2. Kuczmarski RJ, Flegal KM, Campell SM, Johnson CL.
Increasing prevalence of overweight among US adults: the
National Healt and Nutrition Examination Surveys, 1960 to
1991. JAMA 1994; 272: 205-11.
3. McGinnis JM, Foege WH. Actual causes of death in the
United States. JAMA 1993; 270: 2207-12.
4. Bouchard C, ed. Genetics of obesity Boca Rohan, ELA.
Washington USA: CRC Press; 1994.
5. Willett WC, Dietz WH, Colditz GA. Guidelines for healthy
weight. N Engl J Med 1999; 341: 427-34.
6. Van Itallie TB. Health implications of overweight and obesity
in the United States. Ann Intern Med 1985; 103: 983-8.
7. Must A, Jacquis PF, Dalla GE, Bajerna CJ, Dietz WA. Long
term morbitity and mortality of overweight adolescents: a
follow up of the Harvard Growth study of 1922 to 1935. N Engl
J Med 1992; 327:1350-5.
8. Danfoth E Jr, Burger A. The role of thyroid hormones in the
control of energy expenditure. Clin Endocrinol Metab 1984;
13:581-95.
9. Weigle DS, Sande KJ, Iverius PH, Monsen ER, Brunzell JD.
Weight loss leads to a marked decrease in nonresting energy
expenditure in ambulatory human subjects. Metabolism 1988;
37: 930-6.
10. Leibel RL, Hirsch J. Diminished energy requirements in
reduced-obese patients. Metabolism 1984; 33:164-70.
11. Wadden TA. Treatment of obesity by moderate and severe
caloric restriction. results of clinical research trials. Ann Intern
Med 1993; 229:188-93.
12. Rosenbaum M, Leibel RL. Pathophysiology of childhood
Læknablaðið 2001/87 123