Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 65

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐINÁM í SVÍÞJÓÐ Greinarhöfundar fyrir utan Háskólasjúkrahúsid í Lundi. Mynd: Háskólasjúkrahúsið í Lundi. Allar myndir eru birtar að fengnu leyfi. sama svæðis, þó stundum séu undantekningar á þessu. Námið fer að mestu fram á sjúkradeildum /heilsugæslustöðvum og mikil áhersla er lögð á göngudeildarvinnu. Síðustu ár hefur sémám í læknisfræði tekið töluverðum breytingum í Svíþjóð þannig að námið hefur verið gert skipulagðara. Pess er krafist að allir hafi leiðbeinanda (handledare) sem hefur yfirumsjón með sérnámi læknisins. Pannig er ekki nægjanlegt að ljúka ákveðnum tíma í ákveðinni sérgrein heldur verður viðkomandi læknir einnig að geta sýnt yfirlækni og leiðbeinanda fram á vissa kunnáttu til þess að geta fengið sérfræðiréttindi. Flest sérgreina- félögin bjóða auk þess upp á sérfræðipróf sem hægt er að þreyja hafi maður áhuga á en sum háskóla- sjúkrahús gera að skilyrði að ljúka slíku prófi. í sumum sérgreinum kemur einnig til greina að ljúka evrópskum sérfræðiprófum. Jafnhliða klínísku námi er boðið upp á sérstök námskeið í hverri sérgrein fyrir sig og geta þau verið mjög gagnleg og vel skipulögð. Námskeiðin eru auglýst í sænska Læknablaðinu (Lakartidningen) og tekur hvert námskeið yfirleitt fjóra til fimm daga. Ekki er skylda að sækja ákveðinn fjölda námskeiða en leiðbeinendur eru yfirleitt hafðir með í ráðum hvaða og hversu mörg námskeið eru sótt. Nám- skeiðin eru lækninum að kostnaðarlausu og oftast er greitt fyrir ferðakostnað og uppihald. Læknirinn heldur auk þess launum sínum á meðan hann sækir námskeiðið. Námstíma frá Islandi er hægt að fá metinn en viðkomandi yfirlæknir og nefnd á vegum hins opinbera (Social- styrelsen) ákveða hversu mikið fæst metið þar sem farið er yfir hvern umsækjanda fyrir sig. Yfirleitt er ekki hægt að fá meira en tvö ár metin frá námstíma á íslandi. í Svíþjóð er hægt að fá viðurkennda fleiri en eina sérgrein. Ekki er talið ráðlegt að hefja sérnám án þess að hafa fengið ótakmarkað lækningaleyfi á íslandi. Þó er leyfilegt í Svíþjóð í vissum tilvikum að nota sex mánuði til sérnáms áður en viðkomandi hefur hlotið ótakmarkað lækningaleyfi. Réttindi íslenskra lækna í Svíþjóð Samkvæmt norrænum samningum geta íslenskir læknar sótt um lækningaleyfi í Svíþjóð án þess að gangast undir próf. Ekki er skylda að Sjúkrahúsið í Malmö telst angi af háskólanum í Lundi. Teikning: Inger Holmstrand. Læknablaðið 2001/87 161

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.