Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 74

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 74
S M A S J A I N Frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur Tóbaksauglýsingar á biöstofum Bandarísku læknasamtökin (AMA) beindu fyrir liðlega áratug þeim tilmælum til bandarískra heimilislækna að losa sig við blöð og tímarit sem auglýsa tóbak af læknastofum og heilsugæslustöðvum. Könn- un sem gerð var í Boston árið 1988 sýndi að einungis 11% biðstofa þar voru alveg lausar við slík tímarit og ekki lýstu nema 25% lækna áhuga á að útrýma þess háttar efni af bið- stofunum. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli heildar- samtaka lækna virðist sem ekki hafi allir tekið við sér á þessu sviði. Árið 1999 var gerð símakönnun meðal bamalækna í Rochester í New York fylki. Niðurstaðan olli von- brigðum. Einungis 8% læknanna sem spurðir voru sneiddu algerlega hjá blöðum sem innihéldu tóbaksauglýsingar. Að vísu voru 45% læknanna ekki áskrifendur að neinum blöðum sem innihéldu slíkar auglýsingar en meirihluti þeirra lét blöð sem þeir fengu send ókeypis liggja frammi á stofnum sínum og allmörg þeirra innihéldu tóbaksauglýsingar. Tuttugu og einn af hundraði lýsti áhuga á að losa sig alveg við tóbaksauglýsingar af bið- stofunum en hafði ekki látið verða af því. 73% læknanna voru með áróðursbæklinga eða veggspjöld á biðstofunum. Ætla má að það gæti borið árangur að dreifa lista yfir tímarit sem ekki birta tóbaksauglýsingar til lækna, því 69% úrtaksins sögðust hafa áhuga á að fá slíkan lista sendan. JAMA Vol. 285/ No. 1. 3. janúar 2001 í biðröðinni hjá sáttasemjara Eftir að hinni löngu samningalotu við kennara lauk hjá sáttasemjara snemma í janúar kom röðin að öðrum hópum sem eru með lausa samninga. Einn af þeim hópum sem eiga eftir að semja eru sérfræðingar á sjúkrahúsum. Læknablaðið hafði samband við Ingunni Vilhjálmsdóttur, formann samn- inganefndar sjúkrahúslækna, um miðjan janúarmánuð og þá hafði nefndinni ekki verið sagt hvenær röðin kæmi að sjúkra- húslæknum. Biðtíminn hefur verið nýttur vel því verið er að safna efni og undirbúa kynningarfundi vegna mikilla breytinga sem eru framundan á launakerfi sjúkrahúslækna og uppbyggingu samninga þeirra. Á næstu vikum er stefnt að því að halda slíka fundi og verða þeir kynntir vel þegar að þeim kemur. Samningamál LR/TR Á fundi með samninganefnd Trygginga- stofnunar ríkisins þann 9. janúar gekk samninganefnd LR, undir forystu Þórðar Sverrissonar augnlæknis, frá samningum fyrir hönd sjálfstætt starfandi lækna. Megin- innihald samkomulagsins er: • Einingarverð hækkar í kr. 180 frá og með 1. janúar 2001. • Einingafjöldi fyrir klínískar greinar verður 12.000.000 á árinu 2001. • Gjaldliðir nokkurra sérgreina verða endur- skoðaðir og samninganefnd LR mun móta persónubundnar afsláttarreglur, sem eiga að tryggja að útgjöld TR verði innan fjárlaga. Við mótun nýrra afsláttarreglna mun stjórn LR hafa samráð við sérgreina- félögin og boðað verður til félagsfundar um málið. Tölvuföng Til að bæta og auðvelda samskipti og tengsl félagsmanna er æskilegt að hafa tölvuföng sem flestra félaga. Þau verða einungis notuð á vegum læknasamtakanna. Sendið svar með tölvupósti þar sem fram kemur nafn, símanúmer og staðsetning á skrifstofu læknafélaganna gunna@iccmed.is Fræðslufundir Læknafélags Reykjavíkur fyrir almenning Fundartími: Kl. 20:30 Staðsetning: Húsnæði læknasamtakanna á 5. hæð, Hlíðasmára 8 í Kópavogi Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir Fimmtudagur 22. febrúar: Vísindalegar nýjungar í baráttunni við brjóstakrabbamein Valgarður Egilsson sérfræðingur í meinafræði Míðvikudagur 28. febrúar: Atvinnusjúkdómar. Strit - slit og sjúkdómar Kristinn Tómasson yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins 170 Læknablaðið 2001/87 i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.