Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta
Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is
Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta
Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is
G
uðrún Högnadóttir
segist alltaf vera
heilluð af þeirri
útgáfu Timetímarits
ins ár hvert þar sem fjallað er
um áhrifamesta fólk heims: The
100 Most Influential People.
„Þar er sagt frá brautryðjendum,
listamönnum og leiðtogum okkar
daga og því lýst hvað þeir gera
sem hefur afgerandi áhrif á
heiminn. Þeir eru nokkrir sem
snertu mig sérstaklega í nýjustu
útgáfunni.“
Guðrún nefnir fyrst Malölu,
sem er yngst á listanum og er
þar þriðja árið í röð. „Hún minnir
okkur á hvað það er mikill máttur
í menntun, hvað við búum við
misjöfn kjör og hvað hún er til
búin til að fórna sér fyrir þennan
göfuga málstað.
Frans páfi er annað dæmi.
Hann nýtir sín miklu völd af
hóg værð en er óhræddur við að
skora viðtekin viðhorf kirkjunnar
á hólm og gefur hinum ka þólska
og kristna heimi nýja sýn á
mikil vægi fjölbreytileika t.d.
hvað varðar samkynhneigð. Það
er kannski þetta sem þessir
einstaklingar eiga sameiginlegt
– þeir eru svo tilbúnir til að skora
á úreltar hugsanir og eru ábyrgir
boðberar breytinga.“
Guðrún nefnir tvo í viðbót. Það
er annars vegar matreiðslumeist
arinn Ina Garten – Barefoot
Contessa – sem hefur stýrt
mat reiðsluþáttum um árabil.
„Hún hafði unnið við kjarnorku
mál í Hvíta húsinu og rak síðan
eigin verslun í Hamptons í 20
ár en markmið hennar með mat
reiðsluþáttum í sjónvarpi er að
gera lífið einfaldara með visku,
alúð og einlægni; engin leið betri
til þess en með góðum mat.
Svo er það hins vegar Barack
Obama, sem ég hef lengi verið
óskaplega hrifin af. Hann minnir
okkur á að áhrif snúast ekki um
að bregðast við endalausum
áskorunum okkar tíma, heldur
að halda einbeitingu og hafa
þrautseigju til að klára mikil
vægu málin. Hann er svo trúr
stóru verkefnunum, t.d. að bæta
atvinnustig, tryggja betri aðgang
að heilbrigðiskerfinu og vinna að
betri heimsmynd með smáum
friðarskrefum, t.d. í samskiptun
um við Kúbu. Þessir leiðtogar
eiga það sam eiginlegt að þeirra
áhrif snú ast ekki um völd, pen
inga eða vinsældir heldur að gera
lífið auðveldara og gefa okkur
betri heim. Tilgangur þeirra er
ekki að stjórna eða stýra heldur
að opna á möguleika, skora á
okkur og gefa öðrum tilgang og
tækifæri. Þeir þekkja sína rödd
og umfram allt hjálpa öðrum að
finna sína rödd. Ósk mín er sú
að það sé dropi af slíkum eigin
leikum í okkur öllum.“
GuÐRÚn HÖGnADÓTTiR
framkvæmdastjóri Franklin Covey
ÁRANGUR OG FORYSTA
Við göngum í sporum
þessara forgöngumanna
„Hún minnir okkur á
hvað það er mikill mátt ur
í menntun, hvað við búum
við misjöfn kjör og hvað
hún er tilbúin til að fórna
sér fyrir þennan göfuga
málstað.“
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
7
50
13
0
6/
15
+ icelandair.is
Nýr áfangastaður 2016
CHICAGO
Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna. Þessi glæsilega hafnarborg
á bökkum Michigan-vatns í Illinois-fylki hefur ótalmargt að bjóða enda
suðupottur menningarlífs, tónlistar, vísinda og verslunar. Það er ljúft að spóka
sig í miðbænum innan um skýjakljúfa, skella sér á ströndina eða velja sér af
hlaðborði veitingastaða á búðarápinu. Njóttu þess að versla áhyggjulaus.
Nú er gott að geta haft með sér tvær töskur til Bandaríkjanna.