Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 23
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 23
G
allup gerði rannsókn
fyrir 62 árum þar
sem fólk var spurt ef
það væri að skipta
um starf hvort það myndi kjósa
karl eða konu sem yfirmann.
66% sögðust frekar vilja karl sem
yfirmann en 5% vildu konu. 25%
sögðu aftur á móti að það skipti
ekki máli.
Gallup spurði sömu spurning ar
árið 2012 og var úrtakið 11.000
manns. Þá sögðust aðeins 33%
vilja karl sem yfirmann en 20%
vildu konu. 46% sögðu að það
skipti ekki máli.“
Ingrid Kuhlman segir að
niður stöður síðarnefndu rann
sóknarinnar hafi gefið til kynna
að konur virðast vera betri leið
togar.
„Starfsmenn sem vinna t.d.
hjá kvenkyns stjórnanda sýna
að meðaltali 6% meiri helgun í
starfi og þá sérstaklega konur.
Rannsóknin sýndi einnig að
kvenkyns stjórnendur sýna sjálfi r
meiri helgun í starfi, 41%, en
karlstjórnendur, 35%, sem hefur
svo áhrif á starfsmennina.“
Ingrid segir að þrjár fullyrð ingar
sýni fram á að konur séu taldar
betri yfirmenn.
„Í fyrsta lagi eru starfsmenn
sem vinna hjá kvenkyns stjórn
anda líklegri til að vera sammála
fullyrðingunni að yfirmaður eða
einhver í vinnunni hvetji þá til að
þróast áfram í starfi.
Í öðru lagi eru starfsmenn sem
vinna hjá kvenkyns stjórnanda
líklegri til að vera sammála
full yrðingunni að einhver ræði
við þá um frammistöðu í starfi. Í
þriðja lagi eru starfsmenn sem
vinna hjá kvenkyns stjórn anda
líka líklegri til að vera sammála
fullyrðingunni að þeir hafi fengið
hrós eða viðurkenningu fyrir vel
unnin störf.
Vinnustaðir ættu því að leggja
meiri áherslu á að ráða konur í
stjórnunarstöður og veita konum
stöðuhækkun svo þær hafi
tækifæri á að sinna stjórnunar
störfum.“
Sífellt fleiri vilja konur í
stjórnunarstöður
HOLLRÁÐ Í
STJÓRNUN inGRiD KuHLMAn
framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar
„Starfsmenn sem vinna
t.d. hjá kvenkyns stjórn
anda sýna að meðaltali
6% meiri helgun í starfi
og þá sérstaklega konur.
Rannsóknin sýndi einnig
að kvenkyns stjórnend
ur sýna sjálfi r meiri
helgun í starfi, 41%, en
karlstjórnendur, 35%,
sem hefur svo áhrif á
starfsmennina.“
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf
www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant
Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem
ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar
stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.