Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 40

Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 40
40 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 nefna atvinnurekendur það sem ástæðu ójafnaðar að konur þurfi að hverfa frá störf um um lengri eða skemmri tíma vegna barneigna en Vigdísi finnst þau rök langt frá því haldbær. „Einmitt af því að konan gengur með börnin ætti körlum að finnast svo mikið til koma að þeir jöfnuðu glaðir misréttið í launamálum karla og kvenna!“ Hún nefnir einnig jafnréttisfræðslu í skól um. „Ég er hlynnt því að við ræktum strákana okkar með það að leiðarljósi að konur séu jafningjar þeirra. Að bæði strákar og stelpur finni að jafnrétti ríki á milli þeirra, einkum á unglingsárunum þegar fólk er að mótast. Margir í kynslóðinnni á undan mér voru svolítið hallir undir það að konur væru ekki jafningjar karla. Þó vita allir pabbar að dætur þeirra eru jafngóðar og strákarnir og allir bræður það sama um systur sínar. Ég vil styrkja bæði strákana okkar og stelpunar í þeirri vitneskju að þau séu jafnokar á öllum sviðum og að bæði strákar og stelpur hafi sama rétt til að vera til á því breiða litrófi sem spannar það að vera manneskja.“ jafnrétti er stærsta verKefni samfélagsins Vigdís lítur svo á að jafnrétti kynjanna sé einnig stærsta og mikilvægasta verkefni alþjóðasamfélagsins. „Ég hef þá kenningu að til þess að heiminum verði borgið, ef honum verður borgið því heimurinn er í stöðugri hættu, þá verði að leggja allt kapp á að auka þekkingu kvenna. Ég hef tekið þátt í læsisátökum UNESCO og það er svo fallegt að sjá þegar konur læra að lesa. Maður sér þær hækka, þær teygja úr sér og vaxa og það kemur í þær einhver sjálfsvitund um styrk. En meirihluti kvenna í heiminum hefur því miður ekki þekkingu og menntun og án þekkingar geta þær ekki til dæmis tekið afstöðu gegn viðteknum hefðum í eigin samfélögum, einkum af því þær hafa ekki völd og málfrelsi.“ Í framhaldi af þessu og að því gefnu að þekking kvenna geti bjargað heiminum leik ur blaðamanni forvitni á að vita hver skoð un Vigdísar er á kynjakvótum, til dæm is í stjórnum fyrirtækja. Hún tekur fram að þar sé mjög ólíku saman að jafna, þriðja heiminum annars vegar og Vestur ­ lönd um hins vegar, en bætir við: „Ég er heldur á móti kvótum varðandi konur og karla, – segir reyndar margt um tilhneigingu þjóðfélagsins að það þurfi að hafa kvóta til réttlætingar, – það eiga allir að njóta sín jafnt. Jafnrétti er mannréttindi og það á alltaf að taka tillit til getu, menntunar og hæfni hvort sem í hlut á karl eða kona. Kynjakvóta ætti ekki að þurfa til heldur ætti að vera sjálfsagt að hlutur karla og kvenna sé jafn. En það er nú því miður ekki sjálfsagður hlutur að kynin sitji við sama borð og karlar virðast vera valdir frekar en konur í ýmis ábyrgðarstörf. Karlar virðast til dæmis alltaf græða á því í þessu samhengi að þeir fæða ekki börnin. Þess vegna er feðraorlof gríðarlega mikilvægur hluti af jafnréttisbaráttunni, bæði svo karlar fái að mynda tengsl við börn sín en einnig svo þeir taki líka á sig hluta af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að eignast börn. Það er þjóðfélagsins og allra fyrirtækja að vega og meta þegar fólk er ráðið í störf, hvort sem það er karl eða kona, hvernig samfélagið er samansett. Mér finnst að það eigi að meta hæfileika hvers og eins en horfast um leið í augu við samsetningu sam félagsins, þar sem karlar og konur eru jafnmörg og jafnmikilvæg.“ tungumÁlin opna heiminn Vigdís hefur átt mjög gott samstarf og vin ­ áttu við leiðtoga heimsins bæði frá for seta ­ tíð sinni og líka síðar. „Ég er í nokkrum samtökum fyrrverandi þjóðarleiðtoga og áhrifafólks í heiminum, og má þar nefna Club de Madrid og Inter­Action, sem Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, kallar dínósárana en við vorum lengi einu tvær konurnar þar. Félagsmenn eru allir fyrrverandi forsetar, forsætisráðherrar eða utanríkisráðherrar. Við hittumst á ýms­ um stöðum í heiminum og sjónum er þá beint að ástandi mála á þeim stað sem við hittumst. Þessi samtök álykta út frá því sem þau verða vísari á hverjum stað fyrir sig og senda svo ályktunina til þjóðarleiðtoga til að þrýsta á þá um umbætur. Ég hef alltaf verið að hamra á því við þessa fyrrverandi kollega mína að hafa nú allavega eina setningu sem snýr að stöðu kvenna í þeim ályktunum sem þeir senda frá sér og fyrir tveimur árum hafði ég það í gegn að það yrði að huga að stöðu kvenna í ýmsum löndum. Þetta er mjög gefandi samstarf sem gefur innsýn í það sem er að gerast í heiminum og tækifæri til að skilja og hafa áhrif.“ Þetta samstarf minnir Vigdísi sífellt á hvað það er mikilvægt að kunna fleiri tungumál en sitt eigið. „Tungumálin opna heiminn og sýna málefni og veröldina með nýjum augum. Með því að geta talað tungu mál er hægt að setja sig svo vel inn í samfélagið þar sem tungumálið er talað. Og ég er svo lánsöm að hafa á lífsleiðinni lagt mig eftir að læra tungumál annarra þjóða Ég vil styrkja bæði strákana okkar og stelpurnar í þeirri vitneskju að þau séu jafnokar á öllum sviðum og að bæði strákar og stelpur hafi sama rétt til að vera til á því breiða litrófi sem spannar það að vera manneskja. Einmitt af því að konan gengur með börnin ætti körlum að finnast svo mikið til koma að þeir jöfnuðu glaðir misréttið í launamálum karla og kvenna! Höldum áfram Hjá KPMG eru jafnréttismál í hávegum höfð en félagið var með þeim fyrstu til að hljóta Jafnlaunavottun VR og skipa stjórn með jöfnu kynjahlutfalli. Nú starfa 220 manns hjá félaginu með jöfnu hlutfalli karla og kvenna. Við höldum áfram að leggja okkar af mörkum í þágu jafnréttismála. kpmg.is Í Ólafsvík fyrir forsetakosningarnar 1980. Ungur blaðamaður á Vísi, Páll Magnússon, tekur viðtal við Vigdísi rétt á meðan hún hefur sig til og setur Carmen-rúllur í hárið fyrir kosningafund.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.